Sport

Í beinni í dag: Birkir mætir Napoli og Dominos-deild kvenna gerð upp

Sindri Sverrisson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar í hans nýja félagi Brescia eru í erfiðum málum.
Birkir Bjarnason og félagar í hans nýja félagi Brescia eru í erfiðum málum. vísir/getty

Það verður fótbolti, körfubolti og golf í boði á íþróttastöðvum Stöðvar 2 í kvöld.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia þegar liðið mætti Ítalíumeisturum Juventus um síðustu helgi en Brescia tekur í kvöld á móti Napoli og þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. Napoli er í 9. sæti deildarinnar og þarf einnig á stigum að halda, í baráttunni um Evrópusæti.

Derby tekur á móti Fulham í fyrsta leiknum í 34. umferð ensku B-deildarinnar. Fulham er í baráttu við Leeds um 2. sæti deildarinnar, þremur stigum neðar, en Derby er í 13. sæti og sem stendur níu stigum frá því að komast í umspilið um sæti í úrvalsdeildinni.

Pálína Gunnlaugsdóttir rýnir í gang mála í Dominos-deild kvenna í körfubolta ásamt sérfræðingum sínum nú þegar aðeins síðasti fjórðungurinn er eftir af deildarkeppninni og þar til að úrslitakeppnin hefst.

Margir af fremstu kylfingum heims hefja hins vegar dagskrá kvöldsins þegar Mexíkó meistaramótið hefst á PGA-mótaröðinni kl. 19 en það stendur yfir fram á sunnudag.

Beinar útsendingar dagsins:

19.00 Mexico Championship (Stöð 2 Golf)

19.35 Brescia - Napoli (Stöð 2 Sport)

19.40 Derby - Fulham (Stöð 2 Sport 2)

21.45 Dominos körfuboltakvöld kvenna (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×