Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Vinsældir þáttanna á Íslandi eru langt því frá að vera einsdæmi. Getty/Rick Rowell Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira