Tækifæri til hagræðingar Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 14:30 Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun