Börn þurfa að fá tækifæri á að geta speglað sína líkamstýpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 11:46 Erna heldur úti síðunni Ernuland á Instagram og deilir þar mikið af efni tengt sjálfsást og jákvæðri líkamsmynd. Guðfræðingurinn Erna Kristín Stefánsdóttir er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar. Hún gefur í október út sjálfstyrkingarbók sem hún segir að sé ætluð fyrir börn frá tæplega fjögurra ára aldri til rúmlega 11 ára. „Ég set fókusinn á sjálfsmynd og líkamsímynd barna. Hjálpa þeim að læra að bera virðingu fyrir líkama sínum sem og annara óháð útliti, ásamt því að virkja sjálfstraust þeirra,“ segir Erna í samtali við Vísi. „Karakter bókarinnar er kynlaus og getur barnið bæði valið nafn og aldur á persónuna, og geri ég þetta til þess að öll kyn fái tækifæri á að tengja við bókina og einnig til þess að styrkja tenginguna á milli lesanda og karakters. Karakterinn fer í gegnum bókina með fræðandi hætti og allskonar vangaveltum og er bókin sett þannig upp að hægt er að hoppa á milli kafla eftir þörfum. Bókin er góður lestur fyrir umsjónaraðila og barn og fyrir þau börn sem eru farin að lesa sjálf. Útskýring er á hugtökum sem hjálpa börnum að skilja betur og einnig er bókin góð fyrir foreldra að ná betur utan um líkamsímynd barna.“ Bókin hennar Ernu kallast Ég vel mig. Hún kemur út í október á þessu ári.Mynd/Erna Kristín Gínur í öllum stærðum Hún segir að margt hafi breyst í rétta átt síðustu ár en enn sé langt í land. „Umræðan er að vaxa hratt og er ég ásamt fleirum aktívistum í líkamsvirðingu mjög þakklát fyrir alla sem bætast í umræðuna, fræða sig og gera betur. Það er erfitt fyrir marga að fara gegn því sem okkur hefur verið kennt alla okkar æfi, en með tíma erum við alltaf að læra eitthvað nýtt og verðum að gefa okkur rými til þess að fræða okkur, gera betur og það má breyta um skoðun. Neikvæði líkamsímynd hefur gífurleg áhrif á andlega sem og líkamlega heilsu fólks og er mikilvægt að við fellum niður fitufordóma og megrunarmenningu.“ Það sé þó margt sem samfélagið þurfi að bæta þegar kemur að jaðarsettum hópum. „Það er stöðug aktivistavinna þar í gangi og fögnum við öllum sem átta sig á vandamálinu þar og leggja okkur lið. En út frá sjónarmiði jákvæðrar líkamsímyndar þá þarf að breyta því hvað er fyrir augum landsmanna alla daga í gegnum auglýsingar, fréttamiðla og margt fleira sem ýtir undir óraunhæfar staðalímyndir og fitufordóma. Ég myndi vilja sjá gínur í öllum stærðum í búðum, fjölbreyttari fyrirmyndir fyrir börn og unglinga og einnig væri frábært ef jákvæð líkamsímynd yrði gerð að áfanga í skólum. Með tímanum áttar fólk sig á mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar og tel ég það eiga fullt erindi í alla skóla. Það eflir sjálfstraust, líkamsímynd, heilbrigt samband við mat og hreyfingu og virðingu fyrir öðrum.“ View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) on Aug 18, 2020 at 12:35pm PDT Erna Kristín gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra auk þess að vera virk á samfélagsmiðlum en þetta er hennar fyrsta bók fyrir þennan unga aldurshóp. „Þessi markhópur er enn að mótast og ég tel það vera mjög mikilvægt að efla þau í jákvæðri líkamsímynd strax áður en þau flækjast inn í heim megrunarmenningarinnar og útlitsdýrkunar þar sem þau eru undir höggi að þróa þar með sér neikvæða líkamsímynd, átröskun og sjálfshatur. Ég man sjálf sem barn að ég óttaðist að verða ekki samþykkt. Verðleikar okkar frá samfélaginu eru allt of mikið settir á útlit okkar og á viðkvæmum aldri snýst þetta allt um að fá samþykki og geta speglað sig í fyrirmyndum. Það er aðeins lítill hluti barna sem getur speglað sig í fyrirmyndum þar sem ímyndin er oftast hvít og grannvaxta. Þessu þarf að breyta og börn þurfa að fá tækifæri á að geta speglað sína líkamstýpu í sjónvarpinu, í bókum og annarstaðar þar sem þau líta.“ Erna reynir nú að komast inn í sjónvarpsþátt sem hefur það markmið að auka fjölbreytileika.Mynd úr einkasafni Óraunhæfar staðalímyndir Það er margar hættur sem þarf að varast. „Það er mjög mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meðvituð hvernig við tölum til okkar og annara. Lítil eyru heyra allt og þeirra sýn á sig og aðra mótast út frá því hvernig við tölum til okkar, þeirra og annara.“ Erna segir að útlitspressan á þennan hóp komi úr öllum áttum. „Auglýsingum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum, megrunarmenningunni og því miður oft frá fjölskyldumeðlinum.“ Erna Kristín reynir nú að komast inn í erlendan raunveruleikasjónvarpsþátt, sem gengur út á það að fella niður óraunhæfar staðalímyndir og hleypa allskonar fólki inn og búa til fleiri fyrirmyndir fyrir almenning að sjá. Þættirnir kallast The Fashion Hero. „Að á meiri fjölbreytileika inn. Með þessu munu fleiri hafa tækifæri á að spegla sig og sjá að við erum allskonar og engin ein týpa af líkama eða útliti er fallegri en önnur. Það að ég geti sýnt ungum stelpum að þú getur allt sem þú vilt þótt þú sért ekki með flatan maga er einmitt það sem ég vil. Ég vil að þær geti speglað sig og sjá að þær eru fullkomlega í lagi þótt maginn á þeim sé ekki flatur. Ég vildi óska þess að ég hefði getað speglað mig í þannig fyrirmyndum sem barn. Barbie, Spice girls, Britney, Olsen tvíburarnir, þetta voru allt stelpur með flatan maga. Ég gleymi því bara ekki þegar magabolir komu í tísku í gegnum Spice girls, veröldin hrundi. Ég gat ekki verið í magabol eins og hinar stelpurnar, því maginn minn var ekki flatur. Ég hef alltaf verið með þessa líkamstýpu. Granna útlimi og stærra magasvæði. En aldrei sá ég fyrirmyndir eða poppstjörnur bera það útlit…ég man oft eftir því að hugsa það að klippa magarúllurnar af. Ég græt við tilhugsunina að hugsa hversu margar stelpur hafa hugsað það sama. Mitt markmið er að fagna öllum líkömum, enginn er betri eða fallegri en annar. Við erum öll ólík og það er fjölbreytileikinn sem gerir okkur einstök.“ Þættirnir eru sýndir í sjónvarpi og er þetta þriðja þáttaröðin sem er verið að fara að taka upp núna. „Ég hef aldrei séð þá og veit í raun ekkert hvað ég er að koma mér út í. Það eina sem ég veit er að ég vil sjá fleiri líkamstýpur í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Ég sá þessa auglýsingu fyrir tilviljun og hugsaði bara með mér „við erum á þessari plánetu einu sinn og við ættum að gera það sem við viljum ef við höfum tækifæri til þess“ og ég skráði mig og er spennt, stressuð og allt í bland.“ Þættirnir eru ekki sýndir á Íslandi eins og er en það gæti þó breyst ef Ísland eignast fulltrúa í keppninni. „Síðustu tvö ár hefur líf mitt snúist um að komast úr neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða og hjálpa öðrum að elska líkama sinn eins og hann er í dag, hér og nú og í gegnum allar breytingar. Það var aðallega það vilja sýna börnunum hérna heima að við á litla Íslandi getum líka verið með stóra drauma og þá sérstaklega óháð líkamstýpu. Ég vil að þau sjái að það skiptir engu máli hvernig við lítum út. Við getum gert hvað sem við viljum og við þurfum engu að breyta og það er einmitt það sem þættirnir standa fyrir, en þeir sem komast lengst í þáttunum munu vinna með fremstu hönnuðum heims, og mér finnst frábært hvernig ólíkum týpum er gefið tækifæri á að komast á þann stað óháð útlit. Heimurinn er að breytast og það er dásamlegt að vera hluti af því.“ Erna segir mikilvægt að hafa í huga að börn hlusta hvernig fullorðnir tala um eigin líkama og annarra.Mynd/Erna Kristín Stórt skref í rétta átt Til þess að komast inn þarf Erna að ná góðum árangri í vinsældarkosningu á vef þáttarins. „Hvernig sem fer, þá er mitt markmið alltaf það að sýna að verðleikar þínir koma ekki í útliti. Þú ert nóg og líkaminn þinn líka. Skiptir engu máli hvernig þú ert í laginu. Fylgdu draumunum og áður en við vitum af verða allir líkamar í tísku. Ég er búin að halda fyrsta sæti í þrjá daga af topp 100 og það er eitthvað sem er fram úr öllum vonum. Ég er búin að vera rokka á milli fyrsta til fjórða sætis. Fyrsta sætið fer beint inn í þættina, framhjá prufunum, en annað og þriðja sæti fá tækifæru að fara í prufur fyrir þættina. Hvert atkvæði er gull og ég er þakklát fyrir allan stuðning. Eitt atkvæði kostar aðeins 136 krónur en það er hægt að velja hversu mörg atkvæði þú vilt gefa. Kosningunni lokar 31. ágúst og síðan eru næstu mánuðir fram að áramótum teknir eins og ég hvet þá sem hafa áhuga á að skrá sig.“ Erna segist vera þakklát fyrir alla hvatninguna, stuðninginn og ástina sem hún fær í gegnum samfélagsmiðla. „Hvernig sem fer þá er ég þakklát og þó það sé ekki nema að vekja athygli á þessum þáttum sem ég bjóst ekki við að sjá á þessari öld. Ég vona að þessir þættir fái verðskuldaða athygli svo vonandi fleiri hafi áhuga á að framleiða þætti sem fagna fjölbreytileikanum og ýta undir ólíkar týpur sem fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Neikvæð líkamsímynd hefur djúp áhrif á andlega og líkamlega vellíðan og þetta er stórt skref í sögunni, það er frábært að geta verið hluti af henni og hjálpað öðrum að sjá líkama sinn einstakan en ekki gallaðan.“ Hægt er að fylgjast með gengi Ernu og kjósa hana áfram hér. Samfélagsmiðlar Bókaútgáfa Börn og uppeldi Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Guðfræðingurinn Erna Kristín Stefánsdóttir er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar. Hún gefur í október út sjálfstyrkingarbók sem hún segir að sé ætluð fyrir börn frá tæplega fjögurra ára aldri til rúmlega 11 ára. „Ég set fókusinn á sjálfsmynd og líkamsímynd barna. Hjálpa þeim að læra að bera virðingu fyrir líkama sínum sem og annara óháð útliti, ásamt því að virkja sjálfstraust þeirra,“ segir Erna í samtali við Vísi. „Karakter bókarinnar er kynlaus og getur barnið bæði valið nafn og aldur á persónuna, og geri ég þetta til þess að öll kyn fái tækifæri á að tengja við bókina og einnig til þess að styrkja tenginguna á milli lesanda og karakters. Karakterinn fer í gegnum bókina með fræðandi hætti og allskonar vangaveltum og er bókin sett þannig upp að hægt er að hoppa á milli kafla eftir þörfum. Bókin er góður lestur fyrir umsjónaraðila og barn og fyrir þau börn sem eru farin að lesa sjálf. Útskýring er á hugtökum sem hjálpa börnum að skilja betur og einnig er bókin góð fyrir foreldra að ná betur utan um líkamsímynd barna.“ Bókin hennar Ernu kallast Ég vel mig. Hún kemur út í október á þessu ári.Mynd/Erna Kristín Gínur í öllum stærðum Hún segir að margt hafi breyst í rétta átt síðustu ár en enn sé langt í land. „Umræðan er að vaxa hratt og er ég ásamt fleirum aktívistum í líkamsvirðingu mjög þakklát fyrir alla sem bætast í umræðuna, fræða sig og gera betur. Það er erfitt fyrir marga að fara gegn því sem okkur hefur verið kennt alla okkar æfi, en með tíma erum við alltaf að læra eitthvað nýtt og verðum að gefa okkur rými til þess að fræða okkur, gera betur og það má breyta um skoðun. Neikvæði líkamsímynd hefur gífurleg áhrif á andlega sem og líkamlega heilsu fólks og er mikilvægt að við fellum niður fitufordóma og megrunarmenningu.“ Það sé þó margt sem samfélagið þurfi að bæta þegar kemur að jaðarsettum hópum. „Það er stöðug aktivistavinna þar í gangi og fögnum við öllum sem átta sig á vandamálinu þar og leggja okkur lið. En út frá sjónarmiði jákvæðrar líkamsímyndar þá þarf að breyta því hvað er fyrir augum landsmanna alla daga í gegnum auglýsingar, fréttamiðla og margt fleira sem ýtir undir óraunhæfar staðalímyndir og fitufordóma. Ég myndi vilja sjá gínur í öllum stærðum í búðum, fjölbreyttari fyrirmyndir fyrir börn og unglinga og einnig væri frábært ef jákvæð líkamsímynd yrði gerð að áfanga í skólum. Með tímanum áttar fólk sig á mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar og tel ég það eiga fullt erindi í alla skóla. Það eflir sjálfstraust, líkamsímynd, heilbrigt samband við mat og hreyfingu og virðingu fyrir öðrum.“ View this post on Instagram A post shared by (@ernuland) on Aug 18, 2020 at 12:35pm PDT Erna Kristín gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra auk þess að vera virk á samfélagsmiðlum en þetta er hennar fyrsta bók fyrir þennan unga aldurshóp. „Þessi markhópur er enn að mótast og ég tel það vera mjög mikilvægt að efla þau í jákvæðri líkamsímynd strax áður en þau flækjast inn í heim megrunarmenningarinnar og útlitsdýrkunar þar sem þau eru undir höggi að þróa þar með sér neikvæða líkamsímynd, átröskun og sjálfshatur. Ég man sjálf sem barn að ég óttaðist að verða ekki samþykkt. Verðleikar okkar frá samfélaginu eru allt of mikið settir á útlit okkar og á viðkvæmum aldri snýst þetta allt um að fá samþykki og geta speglað sig í fyrirmyndum. Það er aðeins lítill hluti barna sem getur speglað sig í fyrirmyndum þar sem ímyndin er oftast hvít og grannvaxta. Þessu þarf að breyta og börn þurfa að fá tækifæri á að geta speglað sína líkamstýpu í sjónvarpinu, í bókum og annarstaðar þar sem þau líta.“ Erna reynir nú að komast inn í sjónvarpsþátt sem hefur það markmið að auka fjölbreytileika.Mynd úr einkasafni Óraunhæfar staðalímyndir Það er margar hættur sem þarf að varast. „Það er mjög mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meðvituð hvernig við tölum til okkar og annara. Lítil eyru heyra allt og þeirra sýn á sig og aðra mótast út frá því hvernig við tölum til okkar, þeirra og annara.“ Erna segir að útlitspressan á þennan hóp komi úr öllum áttum. „Auglýsingum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum, megrunarmenningunni og því miður oft frá fjölskyldumeðlinum.“ Erna Kristín reynir nú að komast inn í erlendan raunveruleikasjónvarpsþátt, sem gengur út á það að fella niður óraunhæfar staðalímyndir og hleypa allskonar fólki inn og búa til fleiri fyrirmyndir fyrir almenning að sjá. Þættirnir kallast The Fashion Hero. „Að á meiri fjölbreytileika inn. Með þessu munu fleiri hafa tækifæri á að spegla sig og sjá að við erum allskonar og engin ein týpa af líkama eða útliti er fallegri en önnur. Það að ég geti sýnt ungum stelpum að þú getur allt sem þú vilt þótt þú sért ekki með flatan maga er einmitt það sem ég vil. Ég vil að þær geti speglað sig og sjá að þær eru fullkomlega í lagi þótt maginn á þeim sé ekki flatur. Ég vildi óska þess að ég hefði getað speglað mig í þannig fyrirmyndum sem barn. Barbie, Spice girls, Britney, Olsen tvíburarnir, þetta voru allt stelpur með flatan maga. Ég gleymi því bara ekki þegar magabolir komu í tísku í gegnum Spice girls, veröldin hrundi. Ég gat ekki verið í magabol eins og hinar stelpurnar, því maginn minn var ekki flatur. Ég hef alltaf verið með þessa líkamstýpu. Granna útlimi og stærra magasvæði. En aldrei sá ég fyrirmyndir eða poppstjörnur bera það útlit…ég man oft eftir því að hugsa það að klippa magarúllurnar af. Ég græt við tilhugsunina að hugsa hversu margar stelpur hafa hugsað það sama. Mitt markmið er að fagna öllum líkömum, enginn er betri eða fallegri en annar. Við erum öll ólík og það er fjölbreytileikinn sem gerir okkur einstök.“ Þættirnir eru sýndir í sjónvarpi og er þetta þriðja þáttaröðin sem er verið að fara að taka upp núna. „Ég hef aldrei séð þá og veit í raun ekkert hvað ég er að koma mér út í. Það eina sem ég veit er að ég vil sjá fleiri líkamstýpur í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Ég sá þessa auglýsingu fyrir tilviljun og hugsaði bara með mér „við erum á þessari plánetu einu sinn og við ættum að gera það sem við viljum ef við höfum tækifæri til þess“ og ég skráði mig og er spennt, stressuð og allt í bland.“ Þættirnir eru ekki sýndir á Íslandi eins og er en það gæti þó breyst ef Ísland eignast fulltrúa í keppninni. „Síðustu tvö ár hefur líf mitt snúist um að komast úr neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða og hjálpa öðrum að elska líkama sinn eins og hann er í dag, hér og nú og í gegnum allar breytingar. Það var aðallega það vilja sýna börnunum hérna heima að við á litla Íslandi getum líka verið með stóra drauma og þá sérstaklega óháð líkamstýpu. Ég vil að þau sjái að það skiptir engu máli hvernig við lítum út. Við getum gert hvað sem við viljum og við þurfum engu að breyta og það er einmitt það sem þættirnir standa fyrir, en þeir sem komast lengst í þáttunum munu vinna með fremstu hönnuðum heims, og mér finnst frábært hvernig ólíkum týpum er gefið tækifæri á að komast á þann stað óháð útlit. Heimurinn er að breytast og það er dásamlegt að vera hluti af því.“ Erna segir mikilvægt að hafa í huga að börn hlusta hvernig fullorðnir tala um eigin líkama og annarra.Mynd/Erna Kristín Stórt skref í rétta átt Til þess að komast inn þarf Erna að ná góðum árangri í vinsældarkosningu á vef þáttarins. „Hvernig sem fer, þá er mitt markmið alltaf það að sýna að verðleikar þínir koma ekki í útliti. Þú ert nóg og líkaminn þinn líka. Skiptir engu máli hvernig þú ert í laginu. Fylgdu draumunum og áður en við vitum af verða allir líkamar í tísku. Ég er búin að halda fyrsta sæti í þrjá daga af topp 100 og það er eitthvað sem er fram úr öllum vonum. Ég er búin að vera rokka á milli fyrsta til fjórða sætis. Fyrsta sætið fer beint inn í þættina, framhjá prufunum, en annað og þriðja sæti fá tækifæru að fara í prufur fyrir þættina. Hvert atkvæði er gull og ég er þakklát fyrir allan stuðning. Eitt atkvæði kostar aðeins 136 krónur en það er hægt að velja hversu mörg atkvæði þú vilt gefa. Kosningunni lokar 31. ágúst og síðan eru næstu mánuðir fram að áramótum teknir eins og ég hvet þá sem hafa áhuga á að skrá sig.“ Erna segist vera þakklát fyrir alla hvatninguna, stuðninginn og ástina sem hún fær í gegnum samfélagsmiðla. „Hvernig sem fer þá er ég þakklát og þó það sé ekki nema að vekja athygli á þessum þáttum sem ég bjóst ekki við að sjá á þessari öld. Ég vona að þessir þættir fái verðskuldaða athygli svo vonandi fleiri hafi áhuga á að framleiða þætti sem fagna fjölbreytileikanum og ýta undir ólíkar týpur sem fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Neikvæð líkamsímynd hefur djúp áhrif á andlega og líkamlega vellíðan og þetta er stórt skref í sögunni, það er frábært að geta verið hluti af henni og hjálpað öðrum að sjá líkama sinn einstakan en ekki gallaðan.“ Hægt er að fylgjast með gengi Ernu og kjósa hana áfram hér.
Samfélagsmiðlar Bókaútgáfa Börn og uppeldi Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira