Körfubolti

Stephen Curry er „bara“ með flensu en ekki með kórónuveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry væri eflaust búin að smita marga leikmenn Toronto Raptors ef hann væri með kórónuveiruna. Hér sést hann eftir fyrsta leik sinn eftir meiðslin.
Stephen Curry væri eflaust búin að smita marga leikmenn Toronto Raptors ef hann væri með kórónuveiruna. Hér sést hann eftir fyrsta leik sinn eftir meiðslin. Getty/Noah Graham
Golden State Warriors fullvissaði stuðningsmenn sína og aðra um það að Stephen Curry sé ekki kominn með kórónuveiruna eftir að hann missti af leik liðsins á laugardagskvöldið vegna veikinda aðeins tveimur dögum eftir að hann sneri til baka í liðið.

Stephen Curry missti af 58 leikjum í röð vegna meiðsla en spilaði loksins á móti Toronto Raptors á fimmtudaginn þar sem hann var með 23 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar á aðeins 27 mínútum.

Golden State átti aftur leik á laugardagskvöldið en þá var Stephen Curry hvergi sjáanlegur.

Golden State Warriors sendi síðan frá sér yfirlýsingu og þar var minnst á kórónuveiruna. „Curry sýnir engin merki um að vera með COVID-19. Hann er með ástríðarflensu,“ segir meðal annars í þessari yfirlýsingu.





Steve Kerr ræddi ástandið á Stephen Curry fyrir leikinn á móti Philadelphia 76ers á laugardagskvöldið en hann vann Golden State Warriors 118-114 þrátt fyrir að vera án stórskyttunnar.

„Ég var með Steph á æfingu á föstudaginn og svo aftur með honum í Oakaland seinni partinn. Það var í fínu lagi með hann þá,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.

„Hann vaknaði veikur í morgun. Ég vissi að ungur sonur hans var veikur í nokkra daga og hann hefur líklega fengið þessa flensu frá honum. Læknarnir okkar skoðuðu hann og þetta er bara þessi hefðbundna flensa,“ sagði Kerr.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×