Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2020 09:00 Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun