Odion Ighalo skoraði tvö mörk í kvöld þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Derby á útivelli í síðasta leiknum í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Luke Shaw skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu og Ighalo jók muninn fyrir leikhlé. Hann skoraði svo aftur á 70. mínútu og innsiglaði sigurinn. Mörkin þrjú má sjá hér að neðan.
United mætir því Norwich á útivelli í 8-liða úrslitunum.