Færri fagmenn en betri fangar? Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 3. mars 2020 14:00 „Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun