Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 10:38 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandinn í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað. Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira