Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með að slá út C-deildarlið Portsmouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.
Arsenal vann 2-0 sigur. Gríski miðvörðurinn Sokratis Papastathopoulos kom liðinu yfir rétt fyrir leikhlé og snemma í seinni hálfleik skoraði Eddie Nketiah seinna markið.
Spánverjinn Pablo Marí, sem er að láni frá Flamengo í Brasilíu, fékk sitt fyrsta tækifæri með Arsenal í kvöld og lék allan leikinn í vörninni.
Það eina sem skyggði á sigur Arsenal var að Lucas Torreira meiddist í fyrri hálfleik og var borinn af velli.
Keppni í enska bikarnum heldur áfram annað kvöld þegar Chelsea og Liverpool mætast. Þá mætast einnig Reading og Sheffield United, og West Brom og Newcastle.
Arsenal fyrst í 8-liða úrslitin
