RÚV ekki lengur með skjalið umdeilda í sínum fórum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 22:05 Ríkisútvarpið er til húsa í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira