Körfubolti

Loksins vann Lakers leik í úr­slita­keppninni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lakers-menn fagna í nótt.
Lakers-menn fagna í nótt. vísir/getty

Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan árið 2012 er þeir jöfnuðu metin gegn Portland Blazers í 1. umferðinni.

Anthony Davis dró vagninn hjá Lakers en hann skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann spilaði. LeBron James skoraði einungis tíu stig.

Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland en hann gerði átján stig.

Það er einnig allt orðið jafnt hjá Milwaukee og Orlando eftir að Milwaukee vann 111-96 sigur í leik liðanna í nótt.

Hinn gríski, Giannis Antetokounmpo, var heldur betur í stuði og skoraði 28 stig ásamt því að taka tuttugu fráköst.

Houston og Miami eru svo komin í 2-0. Houston eftir 111-98 sigur á Oklahoma og Miami eftir níu stiga sigur, 109-100, á Indiana.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×