Richard Keys var lengi hjá Sky Sports en er núna hjá BeIN Sports. Hann hefur því heilmikil sambönd innan ensku félaganna. Hann heldur því nú fram að það sé skelfilegt samband á milli tveggja bestu leikmanna Liverpool liðsins.
Keys segir að Senegalinn Sadio Mane og Egyptinn Mo Salah þoli hreinlega ekki hvor annan og þeir yrðu báðir mun ánægðari hjá Liverpool ef hinn yrði seldur í sumar.
„Ekki trúa því sem þeir segja ykkur að Mane og Salah hafi ekki tíma fyrir hvorn annan. Það er miklu verra en það. Þeir líkar mjög illa við hvorn annan. Báðir yrðu þeir mun ánægðari að spila með liði án hins,“ sagði Richard Keys.
„Vill Liverpool selja annan og halda hinum. Ég myndi halda það en ég held samt að þeir séu báðir á leiðinni frá félaginu,“ sagði Keys.
„Ég held að Barcelona láti á það reyna hversu mikið Liverpool vill halda Mane. Hvað annað gæti hann unnið með Liverpool? Ég held líka að Salah hugsi eins ef Real Madrid vill fá hann,“ sagði Keys og hann spáir erfiðu sumri.
„Ég býst við því að Liverpool þurfi að fara í stríð til að halda öllum sínum bestu mönnum. Ekki mönnum eins og Henderson, Robertson eða Milner heldur mönnum eins og Salah, Mane og Van Dijk,“ sagði Keys.