Norðmenn að eignast um 1600 íbúðir á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 10:17 Heimavellir hafa haft fjölda íbúða í rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE með samtals 73,94 prósent hlutafjár í Heimavöllum og hefur í hyggju að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Heimavellir áttu rúmlega 1600 íbúðir undir lok síðasta árs, en félagið hefur í hyggju að losa sig við rúmlega 400 íbúðir á árabilinu 2019 til 2021. Heimavellir hafa rekið íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Fyrir viðskiptin var Fredensborg ICE stærsti hluthafinn í Heimavöllum og fór með rúmlega 10 prósent hlut. Síðastliðinn sólarhring hefur norska félagið bætt við sig 63 prósentum til viðbótar og greiddi næstum 11 milljarða króna fyrir. Meðal seljenda voru Sjóvá, Stálskip, Snæból og Gana. Fredensborg ICE keypti hlutina, ríflega 7 milljarða talsins, á genginu 1,5. Ætlunin er að greiða sama verð fyrir aðra hluti í félaginu og leggja fram yfirtökutilboðið innan fjögurra vikna. Að því loknu hyggst Fredensborg ICE afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar um vendingarnar er Fredensborg ICE kynnt nánar til leiks:Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Húsnæðismál Markaðir Noregur Tengdar fréttir Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE með samtals 73,94 prósent hlutafjár í Heimavöllum og hefur í hyggju að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Heimavellir áttu rúmlega 1600 íbúðir undir lok síðasta árs, en félagið hefur í hyggju að losa sig við rúmlega 400 íbúðir á árabilinu 2019 til 2021. Heimavellir hafa rekið íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Fyrir viðskiptin var Fredensborg ICE stærsti hluthafinn í Heimavöllum og fór með rúmlega 10 prósent hlut. Síðastliðinn sólarhring hefur norska félagið bætt við sig 63 prósentum til viðbótar og greiddi næstum 11 milljarða króna fyrir. Meðal seljenda voru Sjóvá, Stálskip, Snæból og Gana. Fredensborg ICE keypti hlutina, ríflega 7 milljarða talsins, á genginu 1,5. Ætlunin er að greiða sama verð fyrir aðra hluti í félaginu og leggja fram yfirtökutilboðið innan fjögurra vikna. Að því loknu hyggst Fredensborg ICE afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar um vendingarnar er Fredensborg ICE kynnt nánar til leiks:Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.
Húsnæðismál Markaðir Noregur Tengdar fréttir Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29
Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00
Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07