Dominos Körfuboltakvöld: Larry Bird olli Einari Bolla sárum vonbrigðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. mars 2020 14:00 Einar Bolla og Valtýr Björn rifjuðu upp skemmtileg atvik. vísir/skjáskot Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöld þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi. Gestir Kjartans voru Einar Bollason, Heimir Karlsson og Valtýr Björn Valtýsson en þeir voru áberandi í umfjöllun Stöðvar 2 um NBA körfuboltann fyrstu árin. Einar og Valtýr Björn rifjuðu upp með Kjartani þegar þeir fóru vestur um haf og fjölluðu um stjörnuleikinn í NBA eitt árið. Aðgengi þeirra Valtýs og Einars að leikmönnum stjörnuleiksins var nánast óheft og fengu þeir tækifæri til að ræða við margar af skærustu stjörnum sögunnar í NBA deildinni. Eitt atvik olli Einari þó miklum vonbrigðum en Einar, sem er goðsögn í íslensku körfuboltalífi, er harður stuðningsmaður Boston Celtics. „Það eru margar skemmtilegar sögur að segja frá þessum All-Star helgum. Mér fannst alltaf skemmtilegast þegar við fengum að vera hjá þeim á æfingu og labba á milli leikmanna. Fyrir mig voru mikil sárindi sem ég er ekki enn búinn að jafna mig alveg á,“ segir Einar og heldur áfram. „Við spjölluðum við svo marga leikmenn og það var sammerkt hjá þeim öllum hvað þeir voru indælir og kurteisir. Allir nema einn; mitt átrúnaðargoð alla tíð, Larry Bird. Hann var feiminn og var frægur fyrir að vera illa við fjölmiðla. Ég var lengi að ná mér eftir þetta,“ sagði Einar. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Átrúnaðargoð Einars Bolla olli vonbrigðum Körfuboltakvöld Körfubolti NBA Tengdar fréttir Dominos Körfuboltakvöld: Útsending frá úrslitum NBA rofin fyrir handtöku OJ Simpson Íslenskir körfuboltaáhugamenn fengu sögufræga útsendingu af lögreglueltingaleik beint í æð fyrir algjöra tilviljun. 28. mars 2020 14:45 Dominos Körfuboltakvöld: Þegar Einar Bolla færði Jordan lopapeysu Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar rifjaði upp algjörlega mögnuð augnablik úr íslenskri sjónvarpssögu. 28. mars 2020 11:15 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöld þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi. Gestir Kjartans voru Einar Bollason, Heimir Karlsson og Valtýr Björn Valtýsson en þeir voru áberandi í umfjöllun Stöðvar 2 um NBA körfuboltann fyrstu árin. Einar og Valtýr Björn rifjuðu upp með Kjartani þegar þeir fóru vestur um haf og fjölluðu um stjörnuleikinn í NBA eitt árið. Aðgengi þeirra Valtýs og Einars að leikmönnum stjörnuleiksins var nánast óheft og fengu þeir tækifæri til að ræða við margar af skærustu stjörnum sögunnar í NBA deildinni. Eitt atvik olli Einari þó miklum vonbrigðum en Einar, sem er goðsögn í íslensku körfuboltalífi, er harður stuðningsmaður Boston Celtics. „Það eru margar skemmtilegar sögur að segja frá þessum All-Star helgum. Mér fannst alltaf skemmtilegast þegar við fengum að vera hjá þeim á æfingu og labba á milli leikmanna. Fyrir mig voru mikil sárindi sem ég er ekki enn búinn að jafna mig alveg á,“ segir Einar og heldur áfram. „Við spjölluðum við svo marga leikmenn og það var sammerkt hjá þeim öllum hvað þeir voru indælir og kurteisir. Allir nema einn; mitt átrúnaðargoð alla tíð, Larry Bird. Hann var feiminn og var frægur fyrir að vera illa við fjölmiðla. Ég var lengi að ná mér eftir þetta,“ sagði Einar. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Átrúnaðargoð Einars Bolla olli vonbrigðum
Körfuboltakvöld Körfubolti NBA Tengdar fréttir Dominos Körfuboltakvöld: Útsending frá úrslitum NBA rofin fyrir handtöku OJ Simpson Íslenskir körfuboltaáhugamenn fengu sögufræga útsendingu af lögreglueltingaleik beint í æð fyrir algjöra tilviljun. 28. mars 2020 14:45 Dominos Körfuboltakvöld: Þegar Einar Bolla færði Jordan lopapeysu Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar rifjaði upp algjörlega mögnuð augnablik úr íslenskri sjónvarpssögu. 28. mars 2020 11:15 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Dominos Körfuboltakvöld: Útsending frá úrslitum NBA rofin fyrir handtöku OJ Simpson Íslenskir körfuboltaáhugamenn fengu sögufræga útsendingu af lögreglueltingaleik beint í æð fyrir algjöra tilviljun. 28. mars 2020 14:45
Dominos Körfuboltakvöld: Þegar Einar Bolla færði Jordan lopapeysu Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar rifjaði upp algjörlega mögnuð augnablik úr íslenskri sjónvarpssögu. 28. mars 2020 11:15