Wayne Rooney hefur áhyggjur af því að Liverpool næli í Thiago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:00 Thiago Alcantara með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon í gær. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira