Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2020 18:45 Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes og Grafningshrepp sem skilur ekki af hverju fólk hlýðir ekki tilmælum yfirvalda og haldi sig heima um páskana, ekki í sumarbústöðum. magnús hlynur hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira