Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 13:38 Sparkvöllurinn stóð á gervigrasinu fjær. Nágrannakonan býr í gráa húsinu sem stendur næst vellinum. Vísir/Vilhelm „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07. Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07.
Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent