Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 13:38 Sparkvöllurinn stóð á gervigrasinu fjær. Nágrannakonan býr í gráa húsinu sem stendur næst vellinum. Vísir/Vilhelm „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07. Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
„Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07.
Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira