Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að þóknast Trump Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 17:26 Heiðar Guðjónsson. „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
„Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. Heiðar segir að enn sé beðið eftir athugasemdum frá eftirlitsaðilum vegna samstarfs allra þriggja símafyrirtækjanna varðandi sameiginlega uppbyggingu 5G kerfis hér á landi. Tekjur Sýnar á öðrum ársfjórðungi námu 5.352 milljónum króna og er það aukning um 329 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Tap á öðrum fjórðungi nam 60 milljónum króna samanborið við 215 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra en sé litið til árshelminga sést að talsverð sveifla hefur orðið. „Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 410 milljónum króna samanborið við 455 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Inni í hagnaði fyrri árshelmings ársins 2019 var söluhagnaður að fjárhæð 817 milljónir króna vegna sölu á færeyska dótturfélaginu Hey,“ segir í tilkynningu. „Fyrri árshelmingur sýnir batnandi rekstur. Handbært fé frá rekstri eykst umtalsvert og frjálst sjóðsstreymi batnar stórlega,“ segir Heiðar en handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.753 milljónir króna samanborið við 1.219 milljónir í fyrra og er aukning um 44%. Þá segir forstjórinn að reksturinn hefði orðið arðsamur ef ekki væri fyrir COVID-19 en til að mynda komu auglýsingatekjur ekki inn af fullu af tveimur stærstu efnisréttunum, EM í fótbolta og Meistaradeildinni, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Heiðar segir þá að þolinmóðir hluthafar Sýnar fari loks að fá þolinmæði sína verðlaunaða en ætlun hans sé að skila fjármagni til hluthafa á næstu misserum. Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Markaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira