Konan sem slapp við kreppuna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun