Körfubolti

Lakers og Milwaukee komin áfram í næstu umferð

Ísak Hallmundarson skrifar
James og Davies sáu um Portland í nótt.
James og Davies sáu um Portland í nótt. getty/Kevin C. Cox

Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru komin áfram í aðra umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

LeBron James og Anthony Davies fóru á kostum fyrir Lakers á móti Portland Trail Blazers í 131-122 sigri í nótt. LeBron var með þrefalda tvennu og skoraði 36 stig, tók tíu fráköst og gaf þar að auki tíu stoðsendingar. Davies var með 43 stig og níu fráköst. Báðir voru þeir með yfir 75% skotnýtingu. Lakers vinnur einvígið 4-1 eftir að Portland hafði unnið fyrsta leikinn. Þeir mæta annaðhvort LA Clippers eða Dallas Mavericks í næstu umferð Vesturdeildarinnar.

Milwaukee Bucks vann Orlando Magic sömuleiðis 4-1 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig og tók 17 fráköst í 118-104 sigri í gærkvöldi. Milwaukee mætir Miami Heat í annarri umferð Austurdeildarinnar.

Houston Rockets og Oklahoma City Thunder mættust í Vesturdeildinni í nótt. Houston vann leikinn á sannfærandi hátt, 114-80 og leiðir nú 3-2 í einvígi liðanna. James Harden skoraði 31 stig fyrir Houston í leiknum og Robert Covington var með 22 stig. Russell Westbrook spilaði sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þessa tímabils fyrir Houston, hann skoraði sjö stig og gaf sjö stoðsendingar. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×