Að vaxa út úr kreppu Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:00 Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar