Lífið

Greina frá því að nýja kærasta Brad Pitt sé gift en í opnu sam­bandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pitt og Poturalski sáust saman á flugvelli í París um helgina. 
Pitt og Poturalski sáust saman á flugvelli í París um helgina. 

Leikarinn Brad Pitt er sagður vera genginn út og er nýja kærasta hans, Nicole Poturalski, 29 árum yngri.

Nicole er þýsk fyrirsæta og hún talin vera mjög áþekk fyrrverandi eiginkonu Brad, Angelinu Joile. 

Nú greina fjölmiðlar frá því að Poturalski sé í raun gift Þjóðverjanum Roland Mary sem er veitingahúsaeigandi í Berlín. Þau hafa verið gift í átta ár og eiga saman sjö ára son.

Daily Mail greinir frá því að Mary sé í hjónabandi í fjórða skipti og kippi sér lítið upp við það þó að eiginkonan sé að slá sér upp með öðrum manni. Þau eiga að vera í opnu hjónabandi.

Brad og Angelina skildu árið 2016 eftir tveggja ára hjónaband og eiga þau sex börn saman. Angelina fer með forræði barna þeirra.

Brad, sem verður 57 ára á árinu, og Nicole, sáust saman á flugvelli í París um helgina þar sem þau reyndu að fara huldu höfði.

Nicole er eftirsóknarverð fyrirsæta í Þýskalandi og er sögð tala fimm tungumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.