Hættir eftir sjötíu ár hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 16:30 Ken Friar var á Wembley þegar Arsenal tryggði sér enska bikarinn í byrjun ágúst. Arsenal vann sjö Englandsmeistaratitla og enska bikarinn ellefu sinnum á starfaldri sínum hjá Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane/ Það hefur margt breyst í heiminum á sjö áratugum en einum starfsmanni hjá Arsenal tókst þó að vera hjá félaginu í allan þennan tíma. Ken Friar hefur nú sagt sig úr stjórninni hjá Arsenal en hann hefur verið sjötíu ár hjá félaginu. Ken Friar er nú 86 ára gamall en hann kom fyrst til Arsenal árið 1950. Þegar Friar byrjaði að vinna hjá Arsenal þá var sem dæmi hinn fimmtán ára gamli Elvis Presley nýfluttur til Memphis og rétt að byrja að læra á gítarinn. Friar byrjaði að vinna í miðasölunni en vann sig upp og varð síðar framkvæmdastjóri. Hann kom mikið að því þegar Arsemal flutti sig frá Highbury yfir á Emirates Stadium. Our much beloved and respected executive director, Ken Friar, is to become a life president of the club from today after deciding to step down from the board and retire from his executive responsibilities.— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2020 „Samfélagið, fótboltinn og félagið hafa breyst gríðarlega á þessum árum en Arsenal hefur verið stöðugt afl,“ sagði Ken Friar í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Við höfum unnið og tapað mörgum fótboltaleikjum á þessum tíma en við höfum á sama tíma áttað okkur á því hversu mikilvægu hlutverki við sinnum í okkar samfélagi og enn víðar. Ég veit að menn munu halda því áfram,“ sagði Ken Friar. „Ég tók þess ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum og áður en faraldurinn mætti á svæðið. Félagið er í góðum höndum hjá Stan og Josh Kroenke sem og stjórninni og starfsfólkinu,“ sagði Ken Friar. Ken Friar var heiðraður við þessu tímamót með því að verða heiðursforseti hjá félaginu. Enski boltinn England Bretland Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Það hefur margt breyst í heiminum á sjö áratugum en einum starfsmanni hjá Arsenal tókst þó að vera hjá félaginu í allan þennan tíma. Ken Friar hefur nú sagt sig úr stjórninni hjá Arsenal en hann hefur verið sjötíu ár hjá félaginu. Ken Friar er nú 86 ára gamall en hann kom fyrst til Arsenal árið 1950. Þegar Friar byrjaði að vinna hjá Arsenal þá var sem dæmi hinn fimmtán ára gamli Elvis Presley nýfluttur til Memphis og rétt að byrja að læra á gítarinn. Friar byrjaði að vinna í miðasölunni en vann sig upp og varð síðar framkvæmdastjóri. Hann kom mikið að því þegar Arsemal flutti sig frá Highbury yfir á Emirates Stadium. Our much beloved and respected executive director, Ken Friar, is to become a life president of the club from today after deciding to step down from the board and retire from his executive responsibilities.— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2020 „Samfélagið, fótboltinn og félagið hafa breyst gríðarlega á þessum árum en Arsenal hefur verið stöðugt afl,“ sagði Ken Friar í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Við höfum unnið og tapað mörgum fótboltaleikjum á þessum tíma en við höfum á sama tíma áttað okkur á því hversu mikilvægu hlutverki við sinnum í okkar samfélagi og enn víðar. Ég veit að menn munu halda því áfram,“ sagði Ken Friar. „Ég tók þess ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum og áður en faraldurinn mætti á svæðið. Félagið er í góðum höndum hjá Stan og Josh Kroenke sem og stjórninni og starfsfólkinu,“ sagði Ken Friar. Ken Friar var heiðraður við þessu tímamót með því að verða heiðursforseti hjá félaginu.
Enski boltinn England Bretland Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn