Segir Tottenham-þættina vera meiri sápuóperu heldur en heimildarþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 07:00 'All or Nothing: José Mourinho´ væri ef til vill betra nafn fyrir þættina sem sýndir eru á streymisveitunni Amazon Prime. Will Oliver/Getty Images Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjá meira
Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjá meira