„Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2020 07:00 Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringafræðingur sérhæfði sig í lýðheilsu. Hún segir mikilvægt að huga snemma að góðum venjum þegar kemur að mataræði. Vísir/Vilhelm Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. Í þættinum Er tenging á milli krabbameins og mataræðis? fara þær meðal annars yfir það sem allir geta gert til þess að reyna að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Þær segja að mataræði á unglingsárum skipti þar máli og því eigi að byrja að skapa góðar venjur strax í æsku. Áhrifin sem hreyfing, mataræði og streita geta á heilsuna eru töluverð. Hægt að bjarga mörgum „Við vitum og við vitum að þetta eru varlega áætlaðar tölur, að það sé hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl. Þetta er tala sem flestir eru orðnir nokkuð sammála um en stundum er sagt að 30 til 50 prósent krabbameinstilfella væri hægt að koma í veg fyrir með breyttum lífsstíl. Þannig að það er til mikils að vinna,“ segir Jóhanna. Þær segja að það sé auðvitað erfitt að vita ekki áhrif eða útbreiðslu forvarnanna en það sé þó alltaf jákvætt fyrir fjöldann, að bera út þennan boðskap. „Þetta er samt svo súrt því það er mikið af fólki sem hægt er að bæði sleppa þessari lífsreynslu og einnig bjarga lífi margra,“ bætir Elín við. Sjálf segist hún hafa verið á sínu óhollasta tímabili á unglingsárunum, sem hugsanlega hafði einhver áhrif á hennar heilsufar. Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts sigraðist sjálf á brjóstakrabbameini. Hún segir að breyttur lífsstíll hafi hjálpað mikið í meðferðinni og endurhæfingu.Mynd/Kraftur Þakklát fyrir breytingarnar Elín breytti mataræðinu í kjölfarið af því að hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún gerðist grænkeri og tók alla fjölskylduna með sér í þá breytingu, með misgóðum undirtektum heimilismanna. „Það kom mér á óvart hvað ég var hraust í lyfjameðferðinni, eiginlega hressari en ég hafði verið áður“ segir Elín meðal annars í þættinum. „Þetta hefur breytt alveg ótrúlega miklu fyrir mig varðandi mína heilsu og mína endurhæfingu eftir meðferðina. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa gert þessar breytingar og þetta hefur reynst mér og fjölskyldu minni alveg ótrúlega vel.“ Viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þær Elínu Skúladóttur og Jóhönnu Torfadóttir má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er einnig kominn á allar helstu efnisveitur. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30 Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. Í þættinum Er tenging á milli krabbameins og mataræðis? fara þær meðal annars yfir það sem allir geta gert til þess að reyna að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Þær segja að mataræði á unglingsárum skipti þar máli og því eigi að byrja að skapa góðar venjur strax í æsku. Áhrifin sem hreyfing, mataræði og streita geta á heilsuna eru töluverð. Hægt að bjarga mörgum „Við vitum og við vitum að þetta eru varlega áætlaðar tölur, að það sé hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl. Þetta er tala sem flestir eru orðnir nokkuð sammála um en stundum er sagt að 30 til 50 prósent krabbameinstilfella væri hægt að koma í veg fyrir með breyttum lífsstíl. Þannig að það er til mikils að vinna,“ segir Jóhanna. Þær segja að það sé auðvitað erfitt að vita ekki áhrif eða útbreiðslu forvarnanna en það sé þó alltaf jákvætt fyrir fjöldann, að bera út þennan boðskap. „Þetta er samt svo súrt því það er mikið af fólki sem hægt er að bæði sleppa þessari lífsreynslu og einnig bjarga lífi margra,“ bætir Elín við. Sjálf segist hún hafa verið á sínu óhollasta tímabili á unglingsárunum, sem hugsanlega hafði einhver áhrif á hennar heilsufar. Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts sigraðist sjálf á brjóstakrabbameini. Hún segir að breyttur lífsstíll hafi hjálpað mikið í meðferðinni og endurhæfingu.Mynd/Kraftur Þakklát fyrir breytingarnar Elín breytti mataræðinu í kjölfarið af því að hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún gerðist grænkeri og tók alla fjölskylduna með sér í þá breytingu, með misgóðum undirtektum heimilismanna. „Það kom mér á óvart hvað ég var hraust í lyfjameðferðinni, eiginlega hressari en ég hafði verið áður“ segir Elín meðal annars í þættinum. „Þetta hefur breytt alveg ótrúlega miklu fyrir mig varðandi mína heilsu og mína endurhæfingu eftir meðferðina. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa gert þessar breytingar og þetta hefur reynst mér og fjölskyldu minni alveg ótrúlega vel.“ Viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þær Elínu Skúladóttur og Jóhönnu Torfadóttir má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er einnig kominn á allar helstu efnisveitur.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30 Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
„Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00