Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldurs Verena Schnurbus skrifar 5. september 2020 09:00 Vísindamenn af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands vinna nú að yfir 40 rannsóknarverkefnum sem snerta COVID-19-heimsfaraldurinn og áhrif hans hér á landi og víðar. Farsóttin og afleiðingar hennar tengjast ekki eingöngu viðfangsefnum í heilbrigðisvísindum heldur öll fræðasvið með beinum eða óbeinum hætti. Rannsóknirnar eru mjög fjölbreyttar og snúa m.a. að jafnrétti kynja í faraldrinum, stjórnarháttum í áfallastjórnun, heimspekilegum áskorunum, menntun og uppeldi, fjölmiðlaumræðu og upplýsingargjöf, hagfræðilegum ákvörðunum og mörgu fleiru. Með rannsóknum tengdum COVID-19 leitast starfsfólk Háskóla Íslands við að svara áleitnum spurningum um faraldurinn og nýtir til þess þá sérfræðiþekkingu sem til staðar er innan skólans. Þessari þekkingu er síðan miðlað til samfélagsins. Listi yfir öll COVID-19-verkefni sem starfsfólk skólans vinnur að er nú aðgengilegur á sérstakri síðu á vef skólans. Rannsóknir unnar í nánu samstarf við stofnanir og samfélag Hluta af þessum verkefnum má rekja til beiðna hins opinbera og má þar sérstaklega nefna Landspítala og Embætti landlæknis. Flest verkefnin eru þó að frumkvæði vísindamannanna sjálfra. Þeir óvissutímar sem nú eru uppi hafa skapað þeim einstakt tækifæri til rannsókna en um leið möguleika á að varpa nýju ljósi á ýmsa hluta samfélagsins, svo sem stöðu jaðarhópa eða ójafnvægi í samfélaginu. Í flestum tilfellum eru rannsóknirnar ekki sérstaklega fjármagnaðar heldur liggur kostnaðurinn í fleiri vinnustundum vísindamanna og starfsfólks. Þrátt fyrir skort á fjármagni hefur engu að síður verið ráðist í að þróa verkefni, finna lausnir og ekki síst að rannsaka þetta sérstaka fyrirbæri sem faraldurinn er og um leið safna gögnum sem nýst geta til framtíðar. Vísindamannahópurinn á það enn fremur sameiginlegt að hafa verið tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir, aðlaga sig hratt að breyttum forsendum og nýta þá þekkingu, tæki og tól sem til staðar eru til þess að styðja sérstaka hópa í samfélaginu en ekki síður stjórnvöld, heilbrigðisþjónustu og samfélagið í heild. Meðal verkefna sem nefna má eru gerð tvenns konar spálíkana. Annars vegar var um að ræða líkan sem spáði fyrir um flæði kórónuveirusmitaðra í umsjón Landspítalans en það hjálpaði stjórnendum spítalans að skipuleggja vinnu starfsfólks og nýtingu sjúkrarúma. Hins vegar hafa vísindamenn þróað spálíkan sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum og snýr að þróun faraldursins hér á landi. Líkanið hefur bæði nýst í fyrstu og annarri bylgju faraldursins, m.a til þess að taka ákvarðanir um takmarkanir og samkomubönn í samfélaginu. Lögð var áhersla á að spálíkanið yrði vel kynnt og með þeim fyrirvörum sem það hefur. Áhrif urðu strax sýnileg þar sem það hjálpaði almenningi að skilja eðli faraldursins og um leið studdi það við þá samstöðu sem náðist í þjóðfélaginu um aðgerðir. Rannsóknir vísindamanna veita einnig innsýn inn í orðræðu á tímum neyðarástands. Verkefnið Glundroði einkenndi svefn, mataræði og atferli barnanna: Kynjuð orðræða um fjölskyldulíf á tímum heimsfaraldurs varpar ljósi á umræðu um jafnrétti og jafna þátttöku í heimilishaldi og uppeldi á þessum óvenjulegu tímum. Í verkefninu er afhjúpað með hvaða hætti fólk talar um fjölskyldulíf og álag sem skapast vegna skerts skólastarfs og þeirra árekstra sem verða í tengslum við umönnun barna og atvinnuþátttöku. Talin þörf á að unnið sé með markvissari hætti að jafnari verkaskiptingu inni á heimilum einnig er talið mikilvægt að samfélagið horfist í augu við það hvaða kröfur eru gerðar til foreldra og hvaða áhrif það geti haft á lífsgæði fjölskyldna og kynjajafnrétti. Gríðarmiklum gögnum safnað sem nýtast til framtíðar Vísindamenn hafa enn fremur safnað gríðarmiklum gögnum um heimsfaraldurinn fyrir framtíðina á mjög stuttum tíma. Má þar nefna gögn sem aflað hefur verið með könnunum á vegum Félagsvísindastofnunar og snúa að þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19-faraldursins. Þær er hægt að nota til þess að meta árangur aðgerða, skoða hvernig samfélagið fer í gegnum slíkt áfall og hvernig traust gagnvart aðgerðum stjórnvalda þróast. Auk þess er hægt að nota upplýsingarnar í stefnumótun og áfallastjórnun á vegum Almannavarna og stjórnvalda. Á Hugvísindasviði vinna vísindamenn og nemendur í heimspeki að verkefni sem nefnist Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum. Þar er fengist við spurningar sem ekki hafa farið hátt í umræðunni, svo sem um verklagsreglur um forgang á Landspítalanum, samstarf einkaaðila og stjórnvalda í baráttu við veiruna og átök um mikilvæg bjargráð eins og öndunarvélar eða bóluefni. Þá er einnig unnið að ýmsum þverfræðilegum verkefnum, þar á meðal verkefninu Við erum öll Almannavarnir! Í því kanna vísindamenn frá mismunandi fræðasviðum hvernig upplýsingamiðlun til almennings eflir seiglu samfélaga sem hafa lent í áföllum. Öll þessi verkefni sýna að það skiptir Háskólann og vísindamenn hans miklu máli að rannsóknir hafi samfélagsleg áhrif, hvort sem það birtist í breyttri nálgun í samfélaginu í heild, efnahagslífi, menntun eða menningu, opinberri stefnumótun eða þjónustu, bættri tækni, betri heilsu og umhverfi eða bættum lífsgæðum. Samfélagslegu áhrifin felast ekki síður í því að auka aðgengi að rannsóknum, aðferðum, tækjum og niðurstöðum og með virkri þátttöku fræðimanna í samfélagslegri umræðu þar sem þeir varpa ljósi á flókna anga faraldursins með sérþekkingu sína að vopni. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Vísindamenn af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands vinna nú að yfir 40 rannsóknarverkefnum sem snerta COVID-19-heimsfaraldurinn og áhrif hans hér á landi og víðar. Farsóttin og afleiðingar hennar tengjast ekki eingöngu viðfangsefnum í heilbrigðisvísindum heldur öll fræðasvið með beinum eða óbeinum hætti. Rannsóknirnar eru mjög fjölbreyttar og snúa m.a. að jafnrétti kynja í faraldrinum, stjórnarháttum í áfallastjórnun, heimspekilegum áskorunum, menntun og uppeldi, fjölmiðlaumræðu og upplýsingargjöf, hagfræðilegum ákvörðunum og mörgu fleiru. Með rannsóknum tengdum COVID-19 leitast starfsfólk Háskóla Íslands við að svara áleitnum spurningum um faraldurinn og nýtir til þess þá sérfræðiþekkingu sem til staðar er innan skólans. Þessari þekkingu er síðan miðlað til samfélagsins. Listi yfir öll COVID-19-verkefni sem starfsfólk skólans vinnur að er nú aðgengilegur á sérstakri síðu á vef skólans. Rannsóknir unnar í nánu samstarf við stofnanir og samfélag Hluta af þessum verkefnum má rekja til beiðna hins opinbera og má þar sérstaklega nefna Landspítala og Embætti landlæknis. Flest verkefnin eru þó að frumkvæði vísindamannanna sjálfra. Þeir óvissutímar sem nú eru uppi hafa skapað þeim einstakt tækifæri til rannsókna en um leið möguleika á að varpa nýju ljósi á ýmsa hluta samfélagsins, svo sem stöðu jaðarhópa eða ójafnvægi í samfélaginu. Í flestum tilfellum eru rannsóknirnar ekki sérstaklega fjármagnaðar heldur liggur kostnaðurinn í fleiri vinnustundum vísindamanna og starfsfólks. Þrátt fyrir skort á fjármagni hefur engu að síður verið ráðist í að þróa verkefni, finna lausnir og ekki síst að rannsaka þetta sérstaka fyrirbæri sem faraldurinn er og um leið safna gögnum sem nýst geta til framtíðar. Vísindamannahópurinn á það enn fremur sameiginlegt að hafa verið tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir, aðlaga sig hratt að breyttum forsendum og nýta þá þekkingu, tæki og tól sem til staðar eru til þess að styðja sérstaka hópa í samfélaginu en ekki síður stjórnvöld, heilbrigðisþjónustu og samfélagið í heild. Meðal verkefna sem nefna má eru gerð tvenns konar spálíkana. Annars vegar var um að ræða líkan sem spáði fyrir um flæði kórónuveirusmitaðra í umsjón Landspítalans en það hjálpaði stjórnendum spítalans að skipuleggja vinnu starfsfólks og nýtingu sjúkrarúma. Hins vegar hafa vísindamenn þróað spálíkan sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum og snýr að þróun faraldursins hér á landi. Líkanið hefur bæði nýst í fyrstu og annarri bylgju faraldursins, m.a til þess að taka ákvarðanir um takmarkanir og samkomubönn í samfélaginu. Lögð var áhersla á að spálíkanið yrði vel kynnt og með þeim fyrirvörum sem það hefur. Áhrif urðu strax sýnileg þar sem það hjálpaði almenningi að skilja eðli faraldursins og um leið studdi það við þá samstöðu sem náðist í þjóðfélaginu um aðgerðir. Rannsóknir vísindamanna veita einnig innsýn inn í orðræðu á tímum neyðarástands. Verkefnið Glundroði einkenndi svefn, mataræði og atferli barnanna: Kynjuð orðræða um fjölskyldulíf á tímum heimsfaraldurs varpar ljósi á umræðu um jafnrétti og jafna þátttöku í heimilishaldi og uppeldi á þessum óvenjulegu tímum. Í verkefninu er afhjúpað með hvaða hætti fólk talar um fjölskyldulíf og álag sem skapast vegna skerts skólastarfs og þeirra árekstra sem verða í tengslum við umönnun barna og atvinnuþátttöku. Talin þörf á að unnið sé með markvissari hætti að jafnari verkaskiptingu inni á heimilum einnig er talið mikilvægt að samfélagið horfist í augu við það hvaða kröfur eru gerðar til foreldra og hvaða áhrif það geti haft á lífsgæði fjölskyldna og kynjajafnrétti. Gríðarmiklum gögnum safnað sem nýtast til framtíðar Vísindamenn hafa enn fremur safnað gríðarmiklum gögnum um heimsfaraldurinn fyrir framtíðina á mjög stuttum tíma. Má þar nefna gögn sem aflað hefur verið með könnunum á vegum Félagsvísindastofnunar og snúa að þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19-faraldursins. Þær er hægt að nota til þess að meta árangur aðgerða, skoða hvernig samfélagið fer í gegnum slíkt áfall og hvernig traust gagnvart aðgerðum stjórnvalda þróast. Auk þess er hægt að nota upplýsingarnar í stefnumótun og áfallastjórnun á vegum Almannavarna og stjórnvalda. Á Hugvísindasviði vinna vísindamenn og nemendur í heimspeki að verkefni sem nefnist Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum. Þar er fengist við spurningar sem ekki hafa farið hátt í umræðunni, svo sem um verklagsreglur um forgang á Landspítalanum, samstarf einkaaðila og stjórnvalda í baráttu við veiruna og átök um mikilvæg bjargráð eins og öndunarvélar eða bóluefni. Þá er einnig unnið að ýmsum þverfræðilegum verkefnum, þar á meðal verkefninu Við erum öll Almannavarnir! Í því kanna vísindamenn frá mismunandi fræðasviðum hvernig upplýsingamiðlun til almennings eflir seiglu samfélaga sem hafa lent í áföllum. Öll þessi verkefni sýna að það skiptir Háskólann og vísindamenn hans miklu máli að rannsóknir hafi samfélagsleg áhrif, hvort sem það birtist í breyttri nálgun í samfélaginu í heild, efnahagslífi, menntun eða menningu, opinberri stefnumótun eða þjónustu, bættri tækni, betri heilsu og umhverfi eða bættum lífsgæðum. Samfélagslegu áhrifin felast ekki síður í því að auka aðgengi að rannsóknum, aðferðum, tækjum og niðurstöðum og með virkri þátttöku fræðimanna í samfélagslegri umræðu þar sem þeir varpa ljósi á flókna anga faraldursins með sérþekkingu sína að vopni. Höfundur er doktorsnemi og verkefnistjóri við Vísinda-og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar