Heitur Harden kom Houston yfir | Heat í frábærri stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 10:30 Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Mike Ehrmann/Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn