„Erum ekkert endilega sérlega gott bisnessfólk“ Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 09:00 Tjöruhússfeðgarnir Haukur og Magnús. Þarna staddir í Barcelona en þeir hafa nú rekið Tjöruhúsið í 15 ár við miklar vinsældir. Úr einkasafni Tjöruhúsið á Ísafirði opnar aftur eftir snarpa lokun staðarins. Óhætt er að fullyrða að þau tíðindi gleðja margan matgæðinginn sem er á Vestfjörðum og/eða á leið þar um en veitingastaðurinn hefur verið afar vinsæll nú árum saman. Vísir hefur fyrir því heimildir að foringjar ríkisstjórnarinnar, þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, hafi bæði snætt í Tjöruhúsinu í sumar og Katrín oftar en einu sinni. Bara svo dæmi sé nefnt. „Jájá, við opnum ef þau hjá skattinum taka þessi gögn okkar til greina. Okkur finnst gaman að gefa fólki að borða og fólki virðist finnast gott að borða hér,“ segir Haukur S. Magnússon á hinum víðfræga og rómaða veitingastað Tjöruhúsinu á Ísafirði. Vilja ekki standa í stælum við skattinn Frá því var greint að útsendari Ríkisskattstjóra hefði lagt leið sína á Ísafjörð í vikunni sem var, reyndar á föstudegi, og lokað staðnum. Innsiglað. Tjöruhúsið er rekið af þeim Hauki og svo Magnúsi Haukssyni föður hans og fjölskyldunni allri. Ástæðurnar fyrir aðgerðum skattsins, sem þeim feðgum þykja heldur harkalegar ekki síst í ljósi þess að veitingastaðir landsins alls eiga nú margir undir högg að sækja vegna Covid-faraldursins, eru nokkrar. En þeir taka jafnframt skýrt fram að þeir efist ekki um að skattayfirvöld hafi verið í fullum rétti. Og þeir hafa engan hug á að standa í stælum við skattinn. Að sögn þeirra var það svo að skatturinn vildi fá upp sjálfvirkt kassakerfi, sem reyndar sé ekki áskilið lögum samkvæmt en þeir urðu við því. Og auk þess var um að ræða vanskil á margvíslegum gögnum, bæði gögnum sem skattayfirvöld telja sig eiga rétt á að fá og „hafa ekki fengið, og eins gögnum sem okkur ber lögum samkvæmt að standa skil á og höfum vanrækt af ýmsum ástæðum.“ Ástæður lokunarinnar „Taka ber fram að ekki er um að ræða vangreiðslur á opinberum gjöldum eða skil á virðisaukaskatti eða öðrum rekstrargjöldum, í versta falli seingreiðslur. Þau gögn sem komin eru yfir skilafrest - og yfirleitt hafa skilafrest - teljast um einum og hálfum mánuði of sein,“ segir Haukur. Hann segir að þeim gögnum sem þeim bar að skila hafi nú verið skilað enda hafi aldrei nokkuð annað staðið til. Og hann tíundar hvað það var sem útaf stóð: -Afrit af ráðningarsamningum við starfsmenn -Afrit af launaseðlum fyrir júnímánuð, auk afrita af vinnuskýrslum og vaktaplönum -„Endurbættar skilagreinar“ fyrir júnímánuð, vegna meintra ágalla, auk skilagreina júlímánaðar. -Að laun eins starfsmanns úr fjölskyldunni séu hækkuð í samræmi við viðmiðunarmörk (sem fela m.a. í sér að starfsmaður sé á fullum launum árið um kring, þrátt fyrir að starfsemin liggi niðri stóran hluta árs) „Við erum ekkert endilega sérstaklega gott bisnessfólk. Við erum meira svona gleðifólk, okkur finnst gaman að elda og fá fólk í mat. Áherslur hjá okkur eru meira veitingalegs- en rekstrarlegs eðlis. Auðvitað væri gott ef við værum með einhvern MBA-mann hér til að sjá um rekstrarhliðina en svona er þetta,“ segir Haukur. Bjuggust ekki við svo harkalegum aðgerðum En þeir feðgar og allt þeirra fólk eru þó ekki meiri slúbbertar en svo að þeim hefur tekist að reka Tjöruhúsið nú í um 15 ár á sömu kennitölunni. Fátítt í þeim geira og bendir til þess að þar fari fólk sem vilja hafa sitt á þurru landi. Innréttingar Tjöruhússins eru grófar en einmitt þannig vilja gestir staðarins hafa þær. Þeir bjuggust því ekki við þessu en svo óheppilega vildi til að þegar skatturinn krafðist viðbragða var enginn til svara. Eins og segir í yfirlýsingu á Facebook-vegg Tjöruhússins var Magnús, sem hefur verið í forsvari fyrir staðinn, upptekinn að stunda villimennsku á ströndum í félagi við frændur og vini, án farsíma. „Kröfurnar eru skiljanlegar,“ segir Haukur. Og hann segir það eðlilegt að skatturinn vilji steypa fólki og fyrirtækjum í sama mótið. Rekstur Tjöruhússins er hins vegar tiltölulega flókinn. Þar er aðeins opið yfir sumartímann og starfsmannafjöldinn, en starfsmenn eru fjölskylda og vinir, rokkar frá því að vera tveir og upp í 12. Mæta alltaf á föstudögum með borðann Magnús segir að málið standi ekki um það að veitingahúsið hafi ætlað að halda frá skattinum stórum fjárhæðum, alls ekki. Sjávarréttarpönnur Tjöruhússins, þar sem ferskt sjávarfang er steikt upp úr smjöri, eru rómaðar. Tjöruhúsinu var einnig lokað árið 2013, þá vegna tittlingaskíts sem útaf stóð, að sögn Magnúsar, einhverjum 300 þúsund krónum í staðgreiðsluskatt. Þá var einnig lokað á föstudegi, þá mætti fulltrúi skattayfirvalda með límborðann sem kom sér heldur illa fyrir reksturinn. En þeir feðgar taka þessu sem hverju öðru hundsbiti og ekki nokkur uppgjafartónn þar á bæ. Velunnarar Tjöruhússins geta því tekið gleði sína á ný; ekki er úr myndinni að njóta veitinga þar þegar fram líða stundir, eftir sem áður. Ísafjarðarbær Lögreglumál Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Lögregla innsiglar Tjöruhúsið á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum lokaði og innsiglaði veitingastaðinn Tjöruhúsið á Ísafirði í umboði Ríkisskattstjóra í gær. 5. september 2020 19:54 Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. 31. júlí 2020 21:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tjöruhúsið á Ísafirði opnar aftur eftir snarpa lokun staðarins. Óhætt er að fullyrða að þau tíðindi gleðja margan matgæðinginn sem er á Vestfjörðum og/eða á leið þar um en veitingastaðurinn hefur verið afar vinsæll nú árum saman. Vísir hefur fyrir því heimildir að foringjar ríkisstjórnarinnar, þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, hafi bæði snætt í Tjöruhúsinu í sumar og Katrín oftar en einu sinni. Bara svo dæmi sé nefnt. „Jájá, við opnum ef þau hjá skattinum taka þessi gögn okkar til greina. Okkur finnst gaman að gefa fólki að borða og fólki virðist finnast gott að borða hér,“ segir Haukur S. Magnússon á hinum víðfræga og rómaða veitingastað Tjöruhúsinu á Ísafirði. Vilja ekki standa í stælum við skattinn Frá því var greint að útsendari Ríkisskattstjóra hefði lagt leið sína á Ísafjörð í vikunni sem var, reyndar á föstudegi, og lokað staðnum. Innsiglað. Tjöruhúsið er rekið af þeim Hauki og svo Magnúsi Haukssyni föður hans og fjölskyldunni allri. Ástæðurnar fyrir aðgerðum skattsins, sem þeim feðgum þykja heldur harkalegar ekki síst í ljósi þess að veitingastaðir landsins alls eiga nú margir undir högg að sækja vegna Covid-faraldursins, eru nokkrar. En þeir taka jafnframt skýrt fram að þeir efist ekki um að skattayfirvöld hafi verið í fullum rétti. Og þeir hafa engan hug á að standa í stælum við skattinn. Að sögn þeirra var það svo að skatturinn vildi fá upp sjálfvirkt kassakerfi, sem reyndar sé ekki áskilið lögum samkvæmt en þeir urðu við því. Og auk þess var um að ræða vanskil á margvíslegum gögnum, bæði gögnum sem skattayfirvöld telja sig eiga rétt á að fá og „hafa ekki fengið, og eins gögnum sem okkur ber lögum samkvæmt að standa skil á og höfum vanrækt af ýmsum ástæðum.“ Ástæður lokunarinnar „Taka ber fram að ekki er um að ræða vangreiðslur á opinberum gjöldum eða skil á virðisaukaskatti eða öðrum rekstrargjöldum, í versta falli seingreiðslur. Þau gögn sem komin eru yfir skilafrest - og yfirleitt hafa skilafrest - teljast um einum og hálfum mánuði of sein,“ segir Haukur. Hann segir að þeim gögnum sem þeim bar að skila hafi nú verið skilað enda hafi aldrei nokkuð annað staðið til. Og hann tíundar hvað það var sem útaf stóð: -Afrit af ráðningarsamningum við starfsmenn -Afrit af launaseðlum fyrir júnímánuð, auk afrita af vinnuskýrslum og vaktaplönum -„Endurbættar skilagreinar“ fyrir júnímánuð, vegna meintra ágalla, auk skilagreina júlímánaðar. -Að laun eins starfsmanns úr fjölskyldunni séu hækkuð í samræmi við viðmiðunarmörk (sem fela m.a. í sér að starfsmaður sé á fullum launum árið um kring, þrátt fyrir að starfsemin liggi niðri stóran hluta árs) „Við erum ekkert endilega sérstaklega gott bisnessfólk. Við erum meira svona gleðifólk, okkur finnst gaman að elda og fá fólk í mat. Áherslur hjá okkur eru meira veitingalegs- en rekstrarlegs eðlis. Auðvitað væri gott ef við værum með einhvern MBA-mann hér til að sjá um rekstrarhliðina en svona er þetta,“ segir Haukur. Bjuggust ekki við svo harkalegum aðgerðum En þeir feðgar og allt þeirra fólk eru þó ekki meiri slúbbertar en svo að þeim hefur tekist að reka Tjöruhúsið nú í um 15 ár á sömu kennitölunni. Fátítt í þeim geira og bendir til þess að þar fari fólk sem vilja hafa sitt á þurru landi. Innréttingar Tjöruhússins eru grófar en einmitt þannig vilja gestir staðarins hafa þær. Þeir bjuggust því ekki við þessu en svo óheppilega vildi til að þegar skatturinn krafðist viðbragða var enginn til svara. Eins og segir í yfirlýsingu á Facebook-vegg Tjöruhússins var Magnús, sem hefur verið í forsvari fyrir staðinn, upptekinn að stunda villimennsku á ströndum í félagi við frændur og vini, án farsíma. „Kröfurnar eru skiljanlegar,“ segir Haukur. Og hann segir það eðlilegt að skatturinn vilji steypa fólki og fyrirtækjum í sama mótið. Rekstur Tjöruhússins er hins vegar tiltölulega flókinn. Þar er aðeins opið yfir sumartímann og starfsmannafjöldinn, en starfsmenn eru fjölskylda og vinir, rokkar frá því að vera tveir og upp í 12. Mæta alltaf á föstudögum með borðann Magnús segir að málið standi ekki um það að veitingahúsið hafi ætlað að halda frá skattinum stórum fjárhæðum, alls ekki. Sjávarréttarpönnur Tjöruhússins, þar sem ferskt sjávarfang er steikt upp úr smjöri, eru rómaðar. Tjöruhúsinu var einnig lokað árið 2013, þá vegna tittlingaskíts sem útaf stóð, að sögn Magnúsar, einhverjum 300 þúsund krónum í staðgreiðsluskatt. Þá var einnig lokað á föstudegi, þá mætti fulltrúi skattayfirvalda með límborðann sem kom sér heldur illa fyrir reksturinn. En þeir feðgar taka þessu sem hverju öðru hundsbiti og ekki nokkur uppgjafartónn þar á bæ. Velunnarar Tjöruhússins geta því tekið gleði sína á ný; ekki er úr myndinni að njóta veitinga þar þegar fram líða stundir, eftir sem áður.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Lögregla innsiglar Tjöruhúsið á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum lokaði og innsiglaði veitingastaðinn Tjöruhúsið á Ísafirði í umboði Ríkisskattstjóra í gær. 5. september 2020 19:54 Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. 31. júlí 2020 21:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lögregla innsiglar Tjöruhúsið á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum lokaði og innsiglaði veitingastaðinn Tjöruhúsið á Ísafirði í umboði Ríkisskattstjóra í gær. 5. september 2020 19:54
Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. 31. júlí 2020 21:30