Einvígi á milli launahæstu leikmanna NFL-deildarinnar í fyrsta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:00 Patrick Mahomes og Deshaun Watson eftir leik liða þeirra í úrslitakeppnini í ársbyrjun. Getty/Tom Pennington NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira