Verða áfram göngugötur til 1. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 13:09 Laugavegurinn hefur verið göngugata í sumar líkt og árin á undan. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið. Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29
Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09