Hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 18:23 Tveir jarðskjálftar yfir 4 hafa riðið yfir á Norðurlandi í dag. Veðurstofa Íslands/skjáskot Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43
Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17
Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18