Grealish kom Villa til bjargar | Palace eina úrvalsdeildarliðið sem datt út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:00 Grealish í leiknum í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira