Grealish kom Villa til bjargar | Palace eina úrvalsdeildarliðið sem datt út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:00 Grealish í leiknum í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjá meira
Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Tímamót í Mosó Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjá meira