Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2020 22:09 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. Þrettán manns greindust með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring síðan 6. ágúst. Smit hafa komið upp í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og hóf Íslensk erfðagreining skimun í dag hjá starfsmönnum og nemendum í HÍ. Þá er í pípunum að skima einnig nemendur og starfsmenn í HR. Auk þess hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Fimm starfsmenn á háskólasvæðinu hafa greinst með kórónuveiruna. Íslensk erfðagreining hóf í dag skimun hjá starfsmönnum og nemendum skólans.Vísir/Vilhelm Telur líklegt að smitin verði á bilinu sex til fimmtán Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því fleiri greinist með veiruna í dag heldur en í gær, í ljósi þess að skimun hófst í HÍ í dag, svarar Víðir neitandi. Hann bendir á að þegar farið er af stað í það sem er kallað verkefnamiðuð skimun, líkt og á við um HÍ, þá megi alltaf búast við því að einhverjir greinist jákvæðir. „Þannig að það má alveg búast því að tölurnar á morgun verði hærri heldur en síðustu daga þótt þær verði vonandi ekki eins háar og í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann eigi ekkert sérstaklega von á því að fleiri hafi greinst með veiruna í dag heldur en í gær. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki búinn að fá tölur yfir það hversu margir greindust í dag; þær komi ekki á hans borð fyrr en í fyrramálið. Þrettán einstaklingar og átta póstnúmer Allir þeir þrettán einstaklingar sem greindust með veiruna í gær eru á höfuðborgarsvæðinu. Tólf þeirra voru utan sóttkvíar. Aðspurður um tengsl á milli þessara þrettán einstaklinga og hvort tengslin séu eitthvað á þá leið að þrír séu í hóp sem tengjast og eru smitaðir, annars staðar séu aðrir fimm sem tengjast og eru smitaðir, segir Víðir þetta nánast ekkert vera þannig. „Það eru einhverjir þarna sem við vitum að smituðust væntanlega af fjölskyldumeðlimi eða slíkt, það var í einhverjum tilfellum þannig, en í flestum tilfellum er þetta bara hér og þar. Ég held að þetta sé úr átta póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu þessir þrettán einstaklingar.“ Fram kom í dag að smitrakning hefði gengið illa en Víðir segir aðeins skýrari mynd komna á málið nú. Þó sé ekki kominn endanlegur fjöldi fyrir þá sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara þrettán smita og enn séu þó nokkuð mörg tilfelli þar sem fólk sé ekki enn búið að átta sig á því hvar það hafi getað smitast. Það sé hins vegar eðlilegt þar sem stundum séu margir dagar liðnir frá því að fólk smitaðist. „Þetta er náttúrulega alltaf dálítið áfall að fá símtalið eða tilkynninguna um að þú hafir greinst jákvæður tími með Covid þannig að stundum getur tekið það smá tíma fyrir fólk að ná saman öllum upplýsingum,“ segir Víðir. Ef búið væri að taka nýtt kerfi litakóða í gagnið, líkt og áformað er, þá væri höfuðborgarsvæðið á gulri sóttvarnaviðvörun en restin af landinu á grárri viðvörun.Vísir/Vilhelm Höfuðborgarsvæðið væri á gulu en restin af landinu grá Fyrr í vikunni voru kynnt áform um sérstaka litakóða sem taka á upp í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Hver litur myndi þá gefa til kynna hættustig. Litirnir væru grátt, gult, appelsínugult og rautt þar sem grátt væri vægasta stigið en rautt það alvarlegasta. Kóðarnir hafa ekki enn verið teknir í notkun en Víðir segir að ef leggja ætti mat á ástandið núna þá væri höfuðborgarsvæðið á gulu en restin af landinu á gráu. Gult þýði ekki endilega að verið sé að fara í harðari aðgerðir heldur að almenningur þurfi að vera meira á varðbergi og gæta sín betur. Þá hvetur Víðir fólk til að halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum kórónuveirunnar. Það eigi alls ekki að fara í vinnuna eða skólann heldur hafa samband við heilsugæsluna, fá að fara í sýnatöku og fá leiðbeiningar frá heilbrigðisstarfsfólki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði sömuleiðis mikla áherslu á þetta í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Við erum því miður að sjá það að fólk er kannski ekki að halda sig heima ef það er með einkenni eða veikt og lætur ekki vita af sér og hefur ekki samband við heilbrigðiskerfið. Það er kannski að mæta í vinnu eða á mannmarga staði og svo framvegis, þá getur smitrakningin orðið mjög erfið,“ sagði Þórólfur. Þá verði almenningur að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Í ástandi eins og ríki nú þarf að fara miklu varlegar en áður. „Þetta getur gjörsamlega lamað heilu fyrirtækin ef það þarf að setja stóran hluta af fyrirtækinu í sóttkví. Þetta getur orðið mjög afdrifaríkt að gera þetta, fyrir utan það að fólk getur sýkst og hugsanlega farið illa út úr sýkingunni,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. Þrettán manns greindust með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring síðan 6. ágúst. Smit hafa komið upp í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og hóf Íslensk erfðagreining skimun í dag hjá starfsmönnum og nemendum í HÍ. Þá er í pípunum að skima einnig nemendur og starfsmenn í HR. Auk þess hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Fimm starfsmenn á háskólasvæðinu hafa greinst með kórónuveiruna. Íslensk erfðagreining hóf í dag skimun hjá starfsmönnum og nemendum skólans.Vísir/Vilhelm Telur líklegt að smitin verði á bilinu sex til fimmtán Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því fleiri greinist með veiruna í dag heldur en í gær, í ljósi þess að skimun hófst í HÍ í dag, svarar Víðir neitandi. Hann bendir á að þegar farið er af stað í það sem er kallað verkefnamiðuð skimun, líkt og á við um HÍ, þá megi alltaf búast við því að einhverjir greinist jákvæðir. „Þannig að það má alveg búast því að tölurnar á morgun verði hærri heldur en síðustu daga þótt þær verði vonandi ekki eins háar og í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann eigi ekkert sérstaklega von á því að fleiri hafi greinst með veiruna í dag heldur en í gær. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki búinn að fá tölur yfir það hversu margir greindust í dag; þær komi ekki á hans borð fyrr en í fyrramálið. Þrettán einstaklingar og átta póstnúmer Allir þeir þrettán einstaklingar sem greindust með veiruna í gær eru á höfuðborgarsvæðinu. Tólf þeirra voru utan sóttkvíar. Aðspurður um tengsl á milli þessara þrettán einstaklinga og hvort tengslin séu eitthvað á þá leið að þrír séu í hóp sem tengjast og eru smitaðir, annars staðar séu aðrir fimm sem tengjast og eru smitaðir, segir Víðir þetta nánast ekkert vera þannig. „Það eru einhverjir þarna sem við vitum að smituðust væntanlega af fjölskyldumeðlimi eða slíkt, það var í einhverjum tilfellum þannig, en í flestum tilfellum er þetta bara hér og þar. Ég held að þetta sé úr átta póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu þessir þrettán einstaklingar.“ Fram kom í dag að smitrakning hefði gengið illa en Víðir segir aðeins skýrari mynd komna á málið nú. Þó sé ekki kominn endanlegur fjöldi fyrir þá sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara þrettán smita og enn séu þó nokkuð mörg tilfelli þar sem fólk sé ekki enn búið að átta sig á því hvar það hafi getað smitast. Það sé hins vegar eðlilegt þar sem stundum séu margir dagar liðnir frá því að fólk smitaðist. „Þetta er náttúrulega alltaf dálítið áfall að fá símtalið eða tilkynninguna um að þú hafir greinst jákvæður tími með Covid þannig að stundum getur tekið það smá tíma fyrir fólk að ná saman öllum upplýsingum,“ segir Víðir. Ef búið væri að taka nýtt kerfi litakóða í gagnið, líkt og áformað er, þá væri höfuðborgarsvæðið á gulri sóttvarnaviðvörun en restin af landinu á grárri viðvörun.Vísir/Vilhelm Höfuðborgarsvæðið væri á gulu en restin af landinu grá Fyrr í vikunni voru kynnt áform um sérstaka litakóða sem taka á upp í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Hver litur myndi þá gefa til kynna hættustig. Litirnir væru grátt, gult, appelsínugult og rautt þar sem grátt væri vægasta stigið en rautt það alvarlegasta. Kóðarnir hafa ekki enn verið teknir í notkun en Víðir segir að ef leggja ætti mat á ástandið núna þá væri höfuðborgarsvæðið á gulu en restin af landinu á gráu. Gult þýði ekki endilega að verið sé að fara í harðari aðgerðir heldur að almenningur þurfi að vera meira á varðbergi og gæta sín betur. Þá hvetur Víðir fólk til að halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum kórónuveirunnar. Það eigi alls ekki að fara í vinnuna eða skólann heldur hafa samband við heilsugæsluna, fá að fara í sýnatöku og fá leiðbeiningar frá heilbrigðisstarfsfólki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði sömuleiðis mikla áherslu á þetta í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Við erum því miður að sjá það að fólk er kannski ekki að halda sig heima ef það er með einkenni eða veikt og lætur ekki vita af sér og hefur ekki samband við heilbrigðiskerfið. Það er kannski að mæta í vinnu eða á mannmarga staði og svo framvegis, þá getur smitrakningin orðið mjög erfið,“ sagði Þórólfur. Þá verði almenningur að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Í ástandi eins og ríki nú þarf að fara miklu varlegar en áður. „Þetta getur gjörsamlega lamað heilu fyrirtækin ef það þarf að setja stóran hluta af fyrirtækinu í sóttkví. Þetta getur orðið mjög afdrifaríkt að gera þetta, fyrir utan það að fólk getur sýkst og hugsanlega farið illa út úr sýkingunni,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira