Það vill enginn nýju stjórnarskrána Ingólfur Hermannsson skrifar 17. september 2020 11:00 Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun