Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 14:32 Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun