Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 13:00 Tiktok er vinsælt myndbandadeiliforrit. Bandarísk stjórnvöld saka það um að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn fyrir Kína. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega. Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega.
Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira