Landamærin lokuð, en veiran blossar upp að nýju; hver er nú syndaselurinn, Kári? Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. september 2020 10:09 M.a. vegna hræðsluáróðurs skimunarpáfans var landamærum Íslands lokað 19. ágúst. Fyrir mánuði. Þetta átti að bjarga öllu gagnvart veirunni. Vera pottþétt lausn. Það var um að gera, að halda hættulegum útlendingum frá, þrátt fyrir stórskaðlegar afleiðingar á atvinnu- og mannlíf í landinu. Skítt með það. Það er gott, ef hægt er að skima sem mest. Fyrir vísindin. Meira að segja, þó að 2. alda veirunnar valdi varla sjúkdómseinkennum, hvað þá alvarlegum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum, sem menn verða vart varir við. Skimunarmeistarinn mikli getur auðvitað kallað veiruna margvíslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýms vísindaleg orð og útskýringar og talað um alls kyns stökkbreytingar, svona til að sýna vísdóm sinn og speki, en það breytir ekki því, að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýzkalandi, sem hefur þurft að komast af án spámannsins mikla, sem Ísland á - kannske er það lán Þjóðverja - en hérna er staðan þessi: -Allir ganga með grímur, þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum -Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns -Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum -Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veitingastað, taka menn grímu ofan -Þegnar 25 þjóða mega koma til landsins frjálslega, hindrunarlaust og án skimana á landamærum -Í 1. bylgju, í marz-maí, létust, þegar mest var, nær 300 manns á dag, nú í 2. bylgju, er dagleg dánartala 0-10 (af 83 milljón manna þjóð) -Landsframleiðsla, sem fyrst var talið, að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leiðrétt í 5-6% samdrátt; atvinnlífið er að taka við sér af fullum krafti -Fjölgun smita hér er, þessa dagana, hlutfallslega vel undir helmingi af því, sem gerizt á Íslandi. Varðandi ferðafrelsi, er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES samningunum, ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á.m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim, sem eru með þeim í Schengen-samkomulaginu, eftir fremsta megni, af yfirvegun og samkvæmt meðalhófsreglunni. Þegar afstaða er tekin til þess, hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu, er miðað við, að þær þjóðir, sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar, og þeir sjálfir, megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlufalli meðal heimamanna. Þegnar þessara þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýzkalands í stöðunni: Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Monakó, Noregur, Póland, Portúgal, San Marinó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía, Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður Írlands. Ef við myndum innleiða sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum, myndi það eflaust endurræsa flestar þær aflvélar þjóðfélagsins, sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjónustuna og flest, sem henni tengist, heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hin Norðurlöndin 4 og Þýzkaland, myndi sennilega endurlífga ferðaþjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi, þar til betur árar. Það er kominn tími til, að mönnum, sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannske líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun COVID-19 mála á Íslandi. Og, þó fyrr hefði verið. Menn verða að líta til heildarmyndarinnar, ekki bara hluta hennar, ef beztur mögulegur heildarárangur á að nást við stjórnun þessara COVID-19 mála! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Þegar tjaldið lyftist... Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. 13. september 2020 20:00 Með tjald fyrir augunum Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. 14. september 2020 18:28 Svar við svari; Kári minn,... ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. 15. september 2020 15:00 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
M.a. vegna hræðsluáróðurs skimunarpáfans var landamærum Íslands lokað 19. ágúst. Fyrir mánuði. Þetta átti að bjarga öllu gagnvart veirunni. Vera pottþétt lausn. Það var um að gera, að halda hættulegum útlendingum frá, þrátt fyrir stórskaðlegar afleiðingar á atvinnu- og mannlíf í landinu. Skítt með það. Það er gott, ef hægt er að skima sem mest. Fyrir vísindin. Meira að segja, þó að 2. alda veirunnar valdi varla sjúkdómseinkennum, hvað þá alvarlegum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum, sem menn verða vart varir við. Skimunarmeistarinn mikli getur auðvitað kallað veiruna margvíslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýms vísindaleg orð og útskýringar og talað um alls kyns stökkbreytingar, svona til að sýna vísdóm sinn og speki, en það breytir ekki því, að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýzkalandi, sem hefur þurft að komast af án spámannsins mikla, sem Ísland á - kannske er það lán Þjóðverja - en hérna er staðan þessi: -Allir ganga með grímur, þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum -Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns -Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum -Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veitingastað, taka menn grímu ofan -Þegnar 25 þjóða mega koma til landsins frjálslega, hindrunarlaust og án skimana á landamærum -Í 1. bylgju, í marz-maí, létust, þegar mest var, nær 300 manns á dag, nú í 2. bylgju, er dagleg dánartala 0-10 (af 83 milljón manna þjóð) -Landsframleiðsla, sem fyrst var talið, að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leiðrétt í 5-6% samdrátt; atvinnlífið er að taka við sér af fullum krafti -Fjölgun smita hér er, þessa dagana, hlutfallslega vel undir helmingi af því, sem gerizt á Íslandi. Varðandi ferðafrelsi, er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES samningunum, ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á.m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim, sem eru með þeim í Schengen-samkomulaginu, eftir fremsta megni, af yfirvegun og samkvæmt meðalhófsreglunni. Þegar afstaða er tekin til þess, hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu, er miðað við, að þær þjóðir, sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar, og þeir sjálfir, megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlufalli meðal heimamanna. Þegnar þessara þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýzkalands í stöðunni: Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Monakó, Noregur, Póland, Portúgal, San Marinó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía, Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður Írlands. Ef við myndum innleiða sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum, myndi það eflaust endurræsa flestar þær aflvélar þjóðfélagsins, sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjónustuna og flest, sem henni tengist, heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hin Norðurlöndin 4 og Þýzkaland, myndi sennilega endurlífga ferðaþjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi, þar til betur árar. Það er kominn tími til, að mönnum, sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannske líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun COVID-19 mála á Íslandi. Og, þó fyrr hefði verið. Menn verða að líta til heildarmyndarinnar, ekki bara hluta hennar, ef beztur mögulegur heildarárangur á að nást við stjórnun þessara COVID-19 mála!
Þegar tjaldið lyftist... Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. 13. september 2020 20:00
Með tjald fyrir augunum Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. 14. september 2020 18:28
Svar við svari; Kári minn,... ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. 15. september 2020 15:00
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun