Una Sighvatsdóttir til aðstoðar forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 16:01 Una unir sér vel á fjöllum og ferðalögum, hér heima og erlendis, eins og sjá má glögglega á samfélagsmiðlum hennar. Vísir/Egill Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. 188 sóttu um starfið sem auglýst var í sumar. RÚV greinir frá. Staðan var auglýst í sumar og rann umsóknarfrestur út um miðjan ágúst. Fram kom í auglýsingu að í starfinu felst undirbúningur og framkvæmd opinberra viðburða á vegum embættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum auk umsjónar með skráningu, vistun og skilum skjala. Þá mun Una sinna verkefnum sem tengjast hinni íslensku fálkaorðu, annast samskipti við utanríkisráðuneytið um málefni erlendra sendiherra og ýmis önnur verkefni. „Áramótaheitin mín voru í ævintýralegri kantinum við upphaf 2020. Þá sá ég auðvitað ekki fyrir þá óvæntu atburðarás sem átti eftir að setja öll plön úr skorðum þetta árið,“ segir Una og vísar til kórónuveirufaraldursins. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Undanfarin ár hefur hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. „Ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera 2020 verður að veruleika, en á hinn bóginn er að hefjast nýr og spennandi kafli sem ég hafði ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir mér. Nú hlakka ég til að flytja heim til Íslands og byrja í nýju starfi með góðu fólki.“ Vistaskipti Forseti Íslands Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. 188 sóttu um starfið sem auglýst var í sumar. RÚV greinir frá. Staðan var auglýst í sumar og rann umsóknarfrestur út um miðjan ágúst. Fram kom í auglýsingu að í starfinu felst undirbúningur og framkvæmd opinberra viðburða á vegum embættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum auk umsjónar með skráningu, vistun og skilum skjala. Þá mun Una sinna verkefnum sem tengjast hinni íslensku fálkaorðu, annast samskipti við utanríkisráðuneytið um málefni erlendra sendiherra og ýmis önnur verkefni. „Áramótaheitin mín voru í ævintýralegri kantinum við upphaf 2020. Þá sá ég auðvitað ekki fyrir þá óvæntu atburðarás sem átti eftir að setja öll plön úr skorðum þetta árið,“ segir Una og vísar til kórónuveirufaraldursins. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Undanfarin ár hefur hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. „Ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera 2020 verður að veruleika, en á hinn bóginn er að hefjast nýr og spennandi kafli sem ég hafði ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir mér. Nú hlakka ég til að flytja heim til Íslands og byrja í nýju starfi með góðu fólki.“
Vistaskipti Forseti Íslands Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira