Ríkustu Íslendingarnir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. september 2020 16:00 Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir og hvað eiga þeir mikið? Hvernig er hinni svokölluðu köku skipt? Hagstofan var að birta eignastöðu Íslendinga samkvæmt skattframtölum. Förum yfir fjögur atriði. 1. Ríkustu 10% Íslendinganna á meira af hreinum eignum (eigið fé sem er eignir-skuldir) en restin af þjóðinni samanlagt, 90%-in. Sé litið til eigna eiga þessi 10% meira en 80% allra landsmanna. 2. Eignastaða 10% ríkustu Íslendinganna hefur aukist um 40% á fjórum árum! 3. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 44% allra eigna í landinu og eiga þeir 54% af eigin féinu. Ef við stækkum aðeins hópinn upp í 20% ríkustu Íslendinganna þá eiga þeir 65% allra eigna í landinu. 4. Hin dæmigerða eignastaða Íslendings (miðgildi) er 7,4 milljón kr. á meðan á einstaklingur í topp 10% hópnum um 20 sinnum meira. Reyndar eiga hinir ríku meira sem nemur skattframtölum þar sem hlutabréfin þeirra eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði og þá ná skattframtölin auðvitað ekki til fjármuna þeirra í skattaskjólunum sem þeim er svo annt um eins og dæmin sýna. Arðgreiðslur upp en veiðileyfagjöld niður Þessu til viðbótar birtust nýlega tölur um afkomu í sjávarútveginum en margt af ríkasta fólki landsins kemur úr þeim geira og því tengist þetta. Förum yfir þrjú atriði hér: 1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Arðgreiðslur eru fyrir utan ofurlaunin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Kíkjum á næsta punkt. 2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru núna orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðimanna. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. 4. Hagnaður þessara fyrirtækja undanfarin 5 ár var um 200 milljarðar kr. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Hverjir eiga Ísland? Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna allt Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál? Á sama tíma erum við með ríkisstjórn sem hefur lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum, hefur lækkað veiðileyfagjöld um helming og er á móti auðlegðarskatti. Þá kusu stjórnarflokkanir allir gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um lækkun tryggingargjalds á smærri fyrirtæki vegna Covid. Nánast eina skattalækkunin sem hefur verið ráðist í á Covid tímanum var þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“. Nú þegar Ísland er að ganga í gegnum sína dýpstu kreppu í 100 ár hlýtur fólk að sjá að nauðsynlegt er að kjósa hér flokka sem eru tilbúnir að tryggja hér réttlátt kerfi þar sem hagsmunir hins venjulega Íslendings eru í forgangi en ekki þess ofurríka. Það verður því kosið um hverjir eiga Ísland eða hverjir munu eignast meira af því. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun