Sigrún Sjöfn: Ég tek þessi tvö stig Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. september 2020 22:01 Baráttan var mikil í kvöld. Hér er Sigrún Sjöfn í baráttunni. vísir/vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna. Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna.
Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03