Cintamani hefur ráðið Þóru Ragnarsdóttur sem hönnuð hjá fyrirtækinu.
Í tilkynningu frá Cintamani segir að Þóra sé með BA gráðu í hönnun frá The American College in London, en hún starfaði sem hönnuður hjá Cintamani á árunum 2006 til 2015.
Hún kemur nú aftur til fyrirtækisins eftir að hafa starfaði í framleiðsludeild 66°Norður. Áður starfaði Þóra meðal annars hjá Reiss og French connection í London.
Þóra höf störf hjá Cintamani 1.september síðastliðinn.