Frysting er eina vitið! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 24. september 2020 15:01 „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
„Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun