Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta af sömu stærð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 10:08 Kort Veðurstofunnar sem sýnir skjálftahrinuna utan við Grímsey í nótt. Grænu stjörnurnar tákna skjálfta sem voru yfir þrír að stærð. Veðurstofa Íslands/Skjáskot Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í gærkvöldi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir fleiri stóra skjálfta á svæðinu ekki útilokaða og bendir Veðurstofan fólki á þekktum arðskjálftasvæðum á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hófst hrinan um tólf kílómetra norðaustan við Grímsey með skjálfta 3,7 að stærð. Skömmu fyrir klukkan þrjú hafi virknin aukist með skjálfta að stærð 4,3 og eftirskjálfta stuttu síðar að stærð 3,4. Magnea Sigríður Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mest hafi virknin verið upp úr hálf fjögur í nótt. „Rétt upp úr klukkan hálf fjögur urðu síðan tveir skjálftar yfir 4 að stærð. 4,2 og 4,3. Þannig að þetta var svolítið snörp hrina af skjálftum þarna milli 3 og 4. Þeim hafa fylgt nokkuð margir eftirskjálftar og er ennþá smá skjálftavirkni á svæðinu,“ segir Magnea. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynningar um skemmdir eða slys af völdum skjálftanna. „Ekki um skemmdir, en bara að fólk hafi fundið skjálftann. Bæði frá Ólafsfirði og Akureyri.“ Eins segir Magnea að ekki sé hægt að útiloka möguleikann á fleiri skjálftum af sömu stærð og því sé ekki úr vegi að fólk á svæðinu kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum. „Þá má alveg búast við því að þeir geti orðið fleiri, stórir skjálftar. Þannig að það er um að gera að fólk kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26. september 2020 07:20 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í gærkvöldi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir fleiri stóra skjálfta á svæðinu ekki útilokaða og bendir Veðurstofan fólki á þekktum arðskjálftasvæðum á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hófst hrinan um tólf kílómetra norðaustan við Grímsey með skjálfta 3,7 að stærð. Skömmu fyrir klukkan þrjú hafi virknin aukist með skjálfta að stærð 4,3 og eftirskjálfta stuttu síðar að stærð 3,4. Magnea Sigríður Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mest hafi virknin verið upp úr hálf fjögur í nótt. „Rétt upp úr klukkan hálf fjögur urðu síðan tveir skjálftar yfir 4 að stærð. 4,2 og 4,3. Þannig að þetta var svolítið snörp hrina af skjálftum þarna milli 3 og 4. Þeim hafa fylgt nokkuð margir eftirskjálftar og er ennþá smá skjálftavirkni á svæðinu,“ segir Magnea. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynningar um skemmdir eða slys af völdum skjálftanna. „Ekki um skemmdir, en bara að fólk hafi fundið skjálftann. Bæði frá Ólafsfirði og Akureyri.“ Eins segir Magnea að ekki sé hægt að útiloka möguleikann á fleiri skjálftum af sömu stærð og því sé ekki úr vegi að fólk á svæðinu kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum. „Þá má alveg búast við því að þeir geti orðið fleiri, stórir skjálftar. Þannig að það er um að gera að fólk kynni sér viðbúnað við jarðskjálftum.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26. september 2020 07:20 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Íbúar kynni sér varnir eftir skjálftahrinu við Grímsey í nótt Þrír jarðskjálftar stærri en fjórir að stærð skóku Norðurland í jarðskjálftahrinu sem átti upptök sín utan við Grímsey í nótt. Þeir stærstu fundust víða á Norðurlandi. 26. september 2020 07:20