Sturluð tilfinning að setja þetta Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 30. september 2020 22:00 Margrét Ósk tryggði Fjölni sigurinn með frábæri skoti undir lok leiks. Vísir/Facebook-síða Fjölnis Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15