3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 10:31 Agnes Sigurðardóttir biskup heimsækir mosku í Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Vísir/Vilhelm Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira