Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2020 11:59 Armenskur hermaður hleypir af fallbyssu í átökum Armena og Asera um Nagorno-Karabakh. AP/Spian Gyulumyan/armenska varnarmálaráðuneytið Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins um helgina við Nagorno-Karabakh, lundlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Tyrknesk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að veita Aserum aðstoð óskir þeir hennar. Macron ræddi við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í síma um ástandið í gærkvöldi. Lýstu þeir báðir áhyggjum af því að sýrlenskir málaliðar hefðu verið sendir frá Tyrklandi til Nagorno-Karabakh, að sögn AP-fréttastofunna. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Macron segir að þeir Pútín hafi verið sammála um að hvetja til stillingar og að vinna að því að ná vopnahléi. Forseti Aserbaídsjan setur það sem skilyrði að Armenar dragi sig til baka frá héraðinu. Armenskir embættismenn hafa sakað Tyrki um aðild að átökunum en því hafna þeir. Armenía Aserbaídsjan Frakkland Rússland Tyrkland Sýrland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Bjóðast til að miðla málum í deilum Asera og Armena Rússar hafa boðist til að miðla málum í mögulegum friðarviðræðum Armena og Asera um héraðið Nagorno-Karabakh. 1. október 2020 07:06 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Koma saman til að ræða deilu Asera og Armena Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða deilu Asera og Armena en átök hafa blossað upp enn á ný í héraðinu Nagorno Karabakh og liggja tugir eða hundruð í valnum. 29. september 2020 07:06 Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. 28. september 2020 07:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins um helgina við Nagorno-Karabakh, lundlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Tyrknesk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að veita Aserum aðstoð óskir þeir hennar. Macron ræddi við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í síma um ástandið í gærkvöldi. Lýstu þeir báðir áhyggjum af því að sýrlenskir málaliðar hefðu verið sendir frá Tyrklandi til Nagorno-Karabakh, að sögn AP-fréttastofunna. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Macron segir að þeir Pútín hafi verið sammála um að hvetja til stillingar og að vinna að því að ná vopnahléi. Forseti Aserbaídsjan setur það sem skilyrði að Armenar dragi sig til baka frá héraðinu. Armenskir embættismenn hafa sakað Tyrki um aðild að átökunum en því hafna þeir.
Armenía Aserbaídsjan Frakkland Rússland Tyrkland Sýrland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Bjóðast til að miðla málum í deilum Asera og Armena Rússar hafa boðist til að miðla málum í mögulegum friðarviðræðum Armena og Asera um héraðið Nagorno-Karabakh. 1. október 2020 07:06 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Koma saman til að ræða deilu Asera og Armena Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða deilu Asera og Armena en átök hafa blossað upp enn á ný í héraðinu Nagorno Karabakh og liggja tugir eða hundruð í valnum. 29. september 2020 07:06 Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. 28. september 2020 07:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bjóðast til að miðla málum í deilum Asera og Armena Rússar hafa boðist til að miðla málum í mögulegum friðarviðræðum Armena og Asera um héraðið Nagorno-Karabakh. 1. október 2020 07:06
Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07
Koma saman til að ræða deilu Asera og Armena Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða deilu Asera og Armena en átök hafa blossað upp enn á ný í héraðinu Nagorno Karabakh og liggja tugir eða hundruð í valnum. 29. september 2020 07:06
Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. 28. september 2020 07:42