Ekki útlit fyrir margar haustlægðir í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 10:18 Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir en það gæti orðið kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars. Veður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars.
Veður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira