„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 11:25 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira