Telur hlutfall sýktra í samfélaginu lægra en fyrstu niðurstöður gefi til kynna: Bæði afbrigði veirunnar á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 19:16 Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05
Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17
Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22